Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

28.07.2013

Keppnisdagskrá á HM50 - Anton Sveinn og Eygló Ósk verða í eldlínunni í dag.

Í dag hefst HM50 í Barcelona og keppnisdagskráin fylgir hér að neðan í töflu. Anton Sveinn hefur keppni í annarri grein mótsins, fyrir Íslands hönd með 400 metra skriðsundi. Íslandsmetið hans í greininni er 3:56,65 sem hann setti á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í byrjun júní. Eygló Ósk er svo strax í þriðju grein sem er 200 metra fjórsund. Hún á einnig Íslandsmetið í þeirri grein 2:14,87 en það setti hún á Íslandsmeistaramótinu í apríl 2012. Við væntum mikils af keppendum okkar hér á HM, gerum raunhæfar kröfur og vonumst til að uppskera í samræmi við það sem fólkið okkar hefur lagt í undirbúninginn. Lista yfir Íslandsmet og uppfærð Íslandmet má sjá hér.
Nánar ...
27.07.2013

Keppnissundið hefst á morgun á HM - íslensku keppendurnir komu til Barcelona í gær

Íslensku keppendurnir sem keppa á HM50 komu til Barcelona í gær frá Canet þar sem þau voru í æfingabúðum, ásamt Jacky Pellerin landsliðsþjálfara og Unni Sædísi Jónsdóttur sjúkraþjálfara. Jacky og Unnur verða hér með sundfólkinu ásamt Herði Oddfríðarsyni formanni SSÍ. Keppnin hefst á morgun og síðar í dag munum við birta úttekt á þáttöku Íslands í mótinu. Myndirnar sýna Jacky og Unni standa upp á verðlaunapallinum fyrir ofan laugina í Barcelona en hin myndin sýnir íslensku keppendurna á mótinu.
Nánar ...
26.07.2013

Dr. Julio Maglione endurkjörinn forseti FINA - startbúnaður fyrir baksund samþykktur

Dr. Julio Maglione var endurkjörinn forseti FINA á ársþingi FINA sem lauk í hádeginu í dag. Hann var einn í framboði og það sama má segja um alla aðra sem voru í kjöri til stjórnar FINA. Í fyrsta skipti í mörg ár er enginn frá norðurlöndunum í stjórn FINA og óvíst með hversu marga norræna blokkin fær í starfsnefndir FINA á þessu kjörtímabili. Á þinginu voru uppfærðar og gerðar minniháttar breytingar og orðalagsbreytingar á lögum FINA (Constitution og General Rules), auk þess sem mannvirkja- og tækjareglur (Facilities Rules) FINA voru lagaðar til. Einstaka breytingar voru þau veigameiri en aðrar td að kynblönduð boðsund eru nú orðin fastur liður á HM25 og HM50, en tillaga um að skylda FINA til að hafa "underwater" myndavél til að aðstoða dómara á ÓL og HM var felld. Þá var gerð sú breyting á mannvirkjareglum að laugar eru nú mældar með nákvæmni upp á 1/1000 úr metra. Mesta breytingin er samt sú að nú má hafa sérstakar startblokkir fyrir baksundsfólk. Töluverð umræða varð um þetta atriði. Þetta þing FINA var frekar rólegt og nokkur sátt virðist ríkja innan allra heimsálfanna nema Evrópu.
Nánar ...
25.07.2013

Ráðstefnur Fina, Heimsmeistaramótið í sundíþróttum í Barcelona

Nú stendur yfir Heimsmeistaramótið í sundíþróttum, en það byrjaði þann 19. júlí hér í Barcelona. Fram til þessa hefur staðið yfir keppni í víðavatnssundi, dýfingum, samhæfðri sundfimi og sundknattleik. Sundkeppnin hefst nk sunnudag 28. júlí og stendur til 4. ágúst. Íslenska sundfólkið sem keppir á HM50 kemur til Barcelona á morgun frá Frakklandi, þar sem þau hafa verið í æfingabúðum Samhliða keppninni eru settar á dagskrá tækniráðstefnur allra sundíþróttagreinanna en þær eiga að fara yfir og leggja blessun sína yfir tillögur um breytingar á reglum greinanna áður en þær eru lagðar fyrir ársfund FINA. Í dag voru tækniráðstefnur keppnissunds og garpasunds. Margar smávægilegar tillögur um breytingar og orðalagsbreytingar lágu fyrir keppnissundsráðstefnunni, en sú viðamesta að leyfa ótakmörkuð höfrungaspörk að 15 metrum eftir ræsingu var felld með miklum meirihluta fundarmanna. Þessi tillaga kemur því ekki til atkvæða á morgun á ársfundi FINA. Önnur tillaga liggur fyrir á morgun en það er nýr rásbúnaður fyrir baksundsfólk, sjá mynd. Það verður fróðlegt að sjá hverjar lyktir þeirrar tillögu verða.
Nánar ...
21.07.2013

Íslandsmótið í Víðavatnssundi 2013

Íslandsmótið í Víðavatnssundi 2013 fór fram síðastliðinn fimmtudag í Nauthólsvík. Fjörtíu og fjórir keppendur luku keppni í karla og kvennaflokkum og 1km og 3km vegalengdum. Heildarúrslit mótsins má sjá með því að smell...........
Nánar ...
17.07.2013

Landsliðið í sundi með sérstaka síðu á Facebook

Landsliðshópurinn sem keppir á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug, sem fram fer í Barcelona nú í júlí, er við æfingar í Canet í Frakklandi. Þau hafa komið upp síðu á Facebook sem heitir Landsliðið í sundi. Gott framtak og þar verður örugglega nýjustu upplýsingarnar um HM50 í Barcelona að hafa jafnóðum. Þetta er sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Með þeim eru þau Jacky Pellerin landsliðsþjálfari og Unnur Snædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari.
Nánar ...
14.07.2013

NÆM 2013 lokið !

Þá er NÆM 2013 lokið. Ísland nældi sér í 4 bronsverðlaun- Harpa Ingþórsdóttir vann til verðlauna í 400m og 800m skriðsundi, Þröstur varð þriðji í 1500m skriðsundi, fjórða bronsið kom í boðsundi þar...
Nánar ...
14.07.2013

EMU -loka dagur

Rétt í þessu varð síðustu undanrásum að ljúka hér í Proznan í Póllandi.  Kristinn Þórarinsson synti 400m fjórsund á tímanum 4:37.70 og bætti sinn besta tíma í greininni.  Synti sundið...
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum