Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

25.05.2016

Rémi bætti sig og setti nýtt garpamet.

Nokkrir Íslendingar synda á EM garpa. Þar á meðal er hinn góðkunni Rémi Spilliaert, en hann synti í fyrstu grein í morgun 200metra fjórsund og bætti sig, fór á tímanum 3:16,47 sem er nýtt garpamet í hans aldursflokki 55-59 ára.
Nánar ...
25.05.2016

Tveir íslenskir dómarar á EM garpa í London

Tveir íslenskir dómarar dæma á Evrópumeistaramóti garpa sem fram fer í London í kjölfar á Evrópumeistaramótinu í sundíþróttum. Þetta eru þeir Sigurður Óli Guðmundsson sem er einn af fjórum yfirdómurum mótsins og Gunnar Eiríksson.
Nánar ...
22.05.2016

Boðsundsveitin í 4x100m fjórsundi náði sjötta sætinu á EM50

Kvennasveit Íslands í 4x100m fjórsundi náði sjötta sætinu á EM50 á tímanum 4.05.06. Þær bættu tímann sinn síðan í morgun, þessi sveit á íslandsmetið í greininni en þær settu það í Kazan í ágúst 2015, 4.04.43. Sveitina skipa Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. Þá hefur íslenska sundfólkið lokið keppni með sögulegum árangri á EM50 í London, frábær vika að baki.
Nánar ...
22.05.2016

Boðsundsveitin í 4x100m fjórsundi er komin í úrslit á EM50

Boðsundsveitin í 4x100m fjórsundi synti rétt í þessu í undanrásum á tímanum 4.06.37 og náði áttunda sætinu inn í úrslit kvöldsins. Sveitina skipa Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jóhanna Gerða G'ustafsdóttir og Bryndís Rún Hansen. Íslandsmetið í greininni er 4.04.43
Nánar ...
20.05.2016

Bronsverðlaun hjá Hrafnhildi í 200m bringusundi á EM50

Sundveislan hélt áfram á EM50 í London en silfurverðlaunahafinn Hrafnhildur náði sér í brinsverðlaun rétt í þessu í 200m bringusundi á nýju íslandsmeti 2.22.96. Frábær árangur hjá Hrafnhildi sem skrifaði sig aftur inn í sögubækurnar, komin með tvö verðlaun á EM50 og tvö íslandsmet.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum