Íslandsmet og piltamet á lokadegi ÍM50
Í gær lauk Íslandsmeistaramótinu í 50m laug í Laugardalnum.
Karlasveit SH setti nýtt Íslandsmet í 4x100m skriðsundi þegar þeir syntu á tímanum 3:31,10 sem var bæting á 3 ára gömlu meti upp á 38/100 úr sekúndu. Sveitina skipuðu þeir Predrag Milos, Kolbeinn Hrafnkelsson, Aron Örn Stefánsson og Ólafur Sigurðsson. Gamla metið áttu SH-ingar sjálfir.
Þá setti piltasveit Ægis met í sömu grein þegar þeir Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson, Hilmir Örn Ólafsson, Bjartur Þórhallsson og Kristján Gylfi Þórisson syntu á 3:45,89. Bættu þeir þar eigið met, sem þeir fjórir settu á ÍM50 í fyrra, um tæpar tvær sekúndur.



