Beint á efnisyfirlit síðunnar

Keppni lokið hjá Katarínu á EMU 2017

01.07.2017

Katarína lauk keppni á EMU í Ísrael nú í morgun 

Hún synti 50m baksund á tímanum 31:55 í gær, sem er rétt við hennar besta tíma 30:88. Í morgun synti Katarína 100m baksund á tímanum 1:08:93 en hún á best 1:06:07.

Þetta var fyrsta stórmótið sem Katarína tekur þátt í og er óhætt að segja að hún komi heim reynslunni ríkari frá Ísrael.

SSÍ þakkar Katarínu, Ragnheiði Runólfsdóttur þjálfara og Sólrúnu Gunnarsdóttur fararstjóra fyrir þátttökuna og óskar þeim um leið velfarnaðar í öllum verkefnum sem framundan eru.

Góða ferð heim og áfram Ísland !

Til baka