Íslandsmótið í víðavatnssundi - Skráning
Íslandsmótið í víðavatnssundi verður haldið í Nauthólsvík miðvikudaginn 26. júlí. Mótið er haldið af Coldwater á Íslandi í samstarfi við Sundsamband Íslands og Securitas.
Fyrirkomulag keppni er óbreytt frá því í fyrra. Keppt er í 1 km, 3 km og 5 km sundum. Lengdarflokkar skiptast svo niður í karla og kvennaflokka. Sérflokkar eru fyrir keppendur í sérstökum búningum. 








