Guðmundur Þorbjörn Harðarson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ
Guðmundur Harðarson var í dag sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á Íþróttaþingi. Varaforseti ÍSÍ sagði eftirfarandi um Guðmund:
Guðmundur Þorbjörn Harðarson er fæddur í Reykjavík 10. febrúar 1946. Gekk í Austurbæjarskólann og hóf þá strax sundæfingar 6 ára gamall; fór í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan 1965. Hélt áfram sundæfingum, setti fjölda drengja-, unglinga- og Íslandsmeta í sundi. Hann hóf snemma að huga að þjálfun meðan hann var á Laugarvatni. Byrjaði þar að safna efni og leiðbeiningum fyrir sig og sem hann deildi með öðru afrekssundfólki. 





