Sjö sundmedalíur á fyrsta degi Smáþjóðaleika
Smáþjóðaleikarnir hófust í morgun í San Marínó. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og annarsstaðar var ferðalagið alls ekki auðvelt og fyrstu keppendur áttu að synda einungis 7 tímum eftir að hafa mætt á keppnisstað. Þetta hefur þó ekki haft of mikil áhrif á okkar frábæra sundfólk því uppskeran var góð í dag.






