ÍM í víðavatnssundi fært til 26. júlí
Atburðadagatalið okkar hefur verið uppfært en nokkrar minni lagfæringar urðu á skjalinu.
Það ber þó að tilkynna það að Íslandsmótið í Víðavatnssundi, sem sett var á miðvikudaginn 12. júlí hefur verið fært til
Atburðadagatalið okkar hefur verið uppfært en nokkrar minni lagfæringar urðu á skjalinu.
Það ber þó að tilkynna það að Íslandsmótið í Víðavatnssundi, sem sett var á miðvikudaginn 12. júlí hefur verið fært til
Í fyrramálið halda þau Adele Alexandra Pálsson og Mladen Tepavcevic úr SH utan til að taka þátt á Norðurlandameistaramóti Æskunnar í Færeyjum.
Mótið er í þremur hlutum og hefst á laugardagsmorgun en keppni hefst kl.12 að íslenskum tíma. Adele keppir í 800m, 400m og 200m skriðsundi og sem fyrr segir fylgir Mladen henni sem þjálfari.
Hægt er að nálgast dagskrá, úrslit og keppendalista mótsins hér
EMU 2017 var sett í dag í Netanya í Ísrael.
Katarína Róbertsdóttir mun keppa fyrir Íslands hönd að þessu sinni en einnig hafði Karen Mist Arngeirsdóttir náð lágmörkum á mótið en forfallaðist nú á dögunum og getur því miður ekki tekið þátt í mótinu.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir (fd. 2000) keppti á Danska unglingameistaramótinu í 50m laug nú um helgina.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir varð danskur unglingameistari í stúlknaflokki 15-17 ára í 200m skriðsundi þegar hún synti á 2:03,19mín. og var einungis 11/100 úr sek. frá stúlknameti Eyglóar Óskar Gústafsdóttur frá 2012.
Aldursflokkameistaramóti Íslands, AMÍ 2017, lauk fyrr í dag og var það Sundfélag Hafnarfjarðar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Stigakeppnin var gífurlega spennandi allt mótið og nánast alltaf innan við 30 stig á milli tveggja efstu liðanna. Endaði keppnin þannig að einungis 6 stig skildu toppliðin að.
Eftir að keppni lýkur á AMÍ kemur lokahóf en þar gera keppendur, þjálfarar og fylgdarfólk vel við við sig í mat og drykk eftir krefjandi helgi í lauginni. Þar eru einnig afhentar hinar ýmsu viðurkenningar, m.a. fyrir stigahæsta sundfólkið í aldursflokkum og auðvitað AMÍ bikarinn sjálfur.
Annar dagur á Aldursflokkameistaramóti Íslands 2017 í Laugardalslaug er að lokum kominn. Mörg spennandi sund voru synt og er stigakeppnin enn meira spennandi því einungis munaði 1 stigi á tveimur efstu liðunum, þegar staðan var tekin rétt fyrir boðsundin í lokin.
Eftir 29 greinar af 41 eru stigin svohljóðandi:
Fyrsta degi AMÍ lauk nú rétt í þessu í Laugardalslaug og ekki annað hægt að segja en að stemningin hafi verið frábær.
Eitt sveinamet féll í 4x50m skriðsundi þegar sveinasveit SH synti og sigraði greinina á 2:06,79. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Bergur Fáfnir Bjarnason, Veigar Hrafn Sigþórsson og Snorri Dagur Einarsson. Gamla metið átti sveit Sundfélags Akraness, 2:07,27 en það var sett fyrir 14 árum síðan í Hafnarfirði.
Aldursflokkameistaramót Íslands hófst rétt í þessu í Laugardalslaug.
Mótið í ár er haldið í samstarfi við Sundfélagið Ægi og stendur yfir til sunnudagskvölds, þegar krakkarnir hittast á lokahófi á Hótel Hilton. Í ár eru 274 keppendur skráðir til leiks frá 14 félögum.
Upplýsingar um mótið má finna á AMÍ mótasíðunni okkar, sem og á heimasíðu Ægis.
Dómaranámskeið verður haldið í Pálsstofu á 2.hæð í Laugardalslaug kl 18:00 fimmtudaginn 22.júní.
Síðasta keppnishlutanum á Smáþjóðaleikunum er nú lokið. Synt var í beinum úrslitum í greinum dagsins.
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti í gullsafnið sitt þegar hún sigraði 400m fjórsund kvenna á tímanum 4:55,05. Sunneva Dögg Robertson synti á 5:07,43 sem dugði henni í 4. sæti.
Viktor Máni Vilbergsson synti 400m fjórsund á 4:49,89 og hafnaði í 5. sæti.
Nú fyrr í dag kláraðist næstsíðasti úrslitahluti Smáþjóðaleikanna í San Marino. Samatekt á árangri íslenska sundfólksins má lesa hér að neðan.
Bryndís Rún Hansen byrjaði vel en hún sigraði 50m skriðsund á tímanum 26,22 sek og var 12/100 á undan Kalia Antoniou frá Kýpur sem varð önnur.
Aron Örn Stefánsson synti einnig 50m skriðsund en hann endaði fjórði á