Smáþjóðaleikum lokið með landsmeti
Síðasta keppnishlutanum á Smáþjóðaleikunum er nú lokið. Synt var í beinum úrslitum í greinum dagsins.
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti í gullsafnið sitt þegar hún sigraði 400m fjórsund kvenna á tímanum 4:55,05. Sunneva Dögg Robertson synti á 5:07,43 sem dugði henni í 4. sæti.
Viktor Máni Vilbergsson synti 400m fjórsund á 4:49,89 og hafnaði í 5. sæti.







