Adele og Mladen á NÆM í Færeyjum
Í fyrramálið halda þau Adele Alexandra Pálsson og Mladen Tepavcevic úr SH utan til að taka þátt á Norðurlandameistaramóti Æskunnar í Færeyjum.
Mótið er í þremur hlutum og hefst á laugardagsmorgun en keppni hefst kl.12 að íslenskum tíma. Adele keppir í 800m, 400m og 200m skriðsundi og sem fyrr segir fylgir Mladen henni sem þjálfari.
Hægt er að nálgast dagskrá, úrslit og keppendalista mótsins hér.jpg?proc=100x100)






