Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

03.08.2013

Hrafnhildur varð í 13. sæti á nýju Íslandsmeti í 50 metra bringusundi

Hrafnhildur Lúthersdóttir setti Íslandsmet og náði 13. sætinu í milliriðlum í 50 metra bringusundi hér á HM í Barcelona. Hún synti á 31,37 sem er 13/100 betri tími en Íslandsmetið hennar í morgun. Fyrir sundið var hún afslöppuð en einbeitt og hún synti þessa 50 metra með ákveðnum sundtökum, lá hátt í sundinu og náði að halda hraðanum alla leið. Fínt sund hjá Hrafnhildi sem hefur þar með.............
Nánar ...
03.08.2013

Jacky mjög ánægður

Jacky Pellerin landliðsþjálfari er mjög ánægður með árangur morgunsins, eftir að Ingibjörg Kristín bætti sig verulega í 50 metra skriðsundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet og keppir aftur í milliriðlum síðar í dag. "Happy" sagði hann aðspurður........
Nánar ...
03.08.2013

Hrafnhildur í milliriðla með nýtt Íslandsmet

Hrafnhildur Lúthersdóttir gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í 50 metra bringusundi núna hér í Barcelona á Spáni. Hún synti á 31,50 sekúndum sem er sekúndu betri tími en hún var skráð inn á og 35/100 betri en Íslandsmetið hennar frá því í fyrra. Hrafnhildur lenti í 16 sæti......
Nánar ...
03.08.2013

Sjöundi keppnisdagur að hefjast

Eftir stutta stund hefst keppni sjöunda keppnisdagsins hér á HM50 á Spáni. Við eigum tvo keppendur í undanrásunum, þær Hrafnhildi og Ingibjörgu. Ingibjörg ríður á vaðið kl. 08:00 að íslenskum tíma í 50 metra skriðsundi þar sem hún er skráð inn á 38 besta tíma af 90, 26,06 sekúndur. Íslandsmetið í þessari grein, 25,24 sekúndur á Sarah Blake Bateman en það setti hún í Bandaríkjunum í fyrra. Hrafnhildur er í þriðju grein dagsins 50 metra bringusundi. Hún er skráð með 39 besta tímann, 32,50 sekúndur, af 86 keppendum. Íslandsmetið á hún sjálf, 32,85 sekúndur, setti það á EM50 í Debrecen í maí í fyrra. Þetta verður stuttu og skemmtilegur morgun.
Nánar ...
03.08.2013

Jacky er að mestu sáttur með árangurinn

Jacky Pellerin landsliðsþjálfari er að mestu sáttur við árangur íslenska liðsins hér á HM50. Í lok sjötta dags mótsins settist hann niður og gerði upp mótið fram að þessu, horfði til framtíðar og sagði örlítið frá sjálfum sér. Samtalið við hann......
Nánar ...
02.08.2013

Eygló Ósk varð í 17 sæti

Eygló Ósk var hársbreidd frá því að synda sig beint inn í undanúrslit í 200 metra baksundi þegar hún synti greinina á 2:12,14. Að sögn Jacky Pellerin synti Eygló mjög vel en of hægt. Ennþá er óvíst hvort Eygló kemst í undanúrslitin, það kemur í ljós innan stundar hvort einhver af sundkonunum í sætum 1-16 skráir sig úr greininni. Eygló var að vonum svekkt yfir niðurstöðunni, en lýsti sundinu á svipaðan hátt og Jacky, hún hafi byrjað of hægt og ekki náð að setja kraft í síðari 100 metrana.
Nánar ...
02.08.2013

"Mér líður vel í vatninu..."

"Mér líður vel í vatninu hér og held að ég sé í góðu formi" sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir þegar hún lauk upphitun fyrir 200 metra baksund hér á sjötta keppnisdeginum á HM í Barcelona. Hún á sjálf Íslandsmetið í greininni, en það er 2:10,38 en hún setti það þegar hún náði lágmarkinu á ÓL á ÍM í fyrra. Við óskum henni auðvitað alls hins besta, en Eygló er skráð inn með 16 besta tíma af 37 og syndi í síðasta riðli á 7 braut.
Nánar ...
01.08.2013

Hrafnhildur ánægð með 15 sætið

Hrafnhildur Lúthersdóttir var nokkuð brött eftir að hafa náð 15 sæti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á HM á Spáni nú í kvöld. Hún synti greinina á 2:29,30 sem er 1,18 sekúndum lakari tími, en dugði samt til að hækka á listanum. Hrafnhildur synti sitt sund, hefði auðvitað gjarnan vilja bæta sig en brosti út í bæði þegar hún áttaði sig á því að hún hafði hækkað sig um sæti. Jacky var ánægður með hana, sagði að hún hefði haldið einbeitingu út sundið. Í sama riðli og Hrafnhildur synti í synti líka danska stúlkan Rikke Möller Pedersen og hún gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet í greininni þegar hún synti á 2:19,11 en gamla heimsmetið átti Rebecca Sony 2:19,59 sett á ÓL í fyrra. Þetta met Rikke er að sjálfssögðu einnig mótsmet, Evrópumet, norðurlandamet og þar með danskt met. Þeir dönsuðu líka skemmtilega á pöllunum danirnir sem voru þar.
Nánar ...
01.08.2013

Anton varð 29 í 200 metra bringusundi

Nú er orðið ljóst að Anton Sveinn McKee varð 29 í 200 metra bringusundi á HM50 hér á Spáni. 43 keppendur voru í greininni og var Anton skráður með 40 besta tímann í upphafi. Hann bætti tímann sinn í greininni um 1,85 sekúndu fór úr 2:16,97 í 2:15,12.
Nánar ...
01.08.2013

Jacky ánægður eftir undanrásir dagsins

Jacky Pellerin var að vonum sáttur með árangur Íslendingana í morgun. "Þetta gekk mjög vel hjá okkur í morgun. Hrafnhildur hafði stjórn á sundinu sínu, bætti í þegar þess þurfti og hafði gaman af. Hún hélt löngum kraftmiklum sundtökum allan tímann og tryggði sér sæti í milliriðlum. Anton Sveinn var einnig mjög einbeittur og honum fer verulega fram í bringusundi. Það skiptir miklu máli ef sundmenn ætla sér að ná langt í fjórsundi." Síðasta greinin sem Íslendingar taka þátt í er einmitt 400 metra fjórsund karla nk sunnudag, en á morgun syndir Eygló Ósk Gústafsdóttir 200 metra baksund, sem er hennar besta grein. Þær stöllur Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir synda á laugardag 50 metra skriðsund Ingibjörg og 50 metra bringusund Hrafnhildur.
Nánar ...
01.08.2013

Anton bætti sig í 200 metra bringusundi

Anton Sveinn McKee synti einnig 200 metra bringusund núna í morgun. Hann bætti tímann sinn rækilega synti á 2:15,12 en átti 2:16,97 áður. Hann nálgast Íslandsmet Jakobs Jóhanns hægt en nokkuð örugglega. Anton Sveinn var vígreifur í lok sundsins og sagði að þessi aukagrein hjálpaði honum að búa sig undir 400 metra fjórsund sem fram fer á sunnudag. Anton var skráður inn með 40 besta tímann af 43, en þegar þetta er skrifað er ekki ljóst í hvaða sæti hann lenti. Allt bendir til þess að hann hafi færst upp listann, þó hann hafi ekki náð inn í milliriðla.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum