Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

07.08.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar synti rétt í þessu 100m bringusund á ÓL í Ríó og er níunda inn í undanúrslit. það er besti árangur íslenskrar sundkonu.

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH er níunda inn í undanúrslit á ÓL 2016 í 100m bringusundi en það er besti árangur Íslenskra sundkonu á ÓL. Þar með hafa Eygló Ósk og Hrafnhildur skrifað sig enn og aftur inn í sögubækurnar með frábærum árangri. Íslandsmet hennar er 1.06.45 en hún synti á tímanum 1.06.81. Það verður gaman að fylgjast með báðum stúlkunum í undanúrslitum kvöld.
Nánar ...
07.08.2016

Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 100m baksund á ÓL í Ríó og er komin í undanúrslit á Ólympíuleikum fyrst Íslenskra kvenna.

Eygló Ósk úr S.f Ægi í Reykjavík synti rétt í þessu 100m baksund á tímanum 1.00.89. Eygló synti sig ínn í undanúrslit sem verða sýnd í kvöld. Það er besti árangur hjá Íslenskri sundkonu til þessa. Eygló Ósk á íslandsmetið í greininni,1.00.25 sett á HM í Kazan í ágúst 2015. Það verður gaman að fylgjast með í kvöld en undanúrslit verða sýnt kl 01.00 á RÚV
Nánar ...
06.08.2016

Anton Sveinn úr S.f Ægi hefur hafið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó.

Anton Sveinn Mckee sundmaður úr sundfélaginu Ægi í Reykjavík hóf nú fyrstur Íslendinga keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann synti nú rétt í þessu 100m bringusund á tímanum 1.01.84. Anton Sveinn náði ekki inn í undanúrslit endaði í 35 sæti af 46 keppendum. Til að komast í undanúrslit þurfti að synda á tímanum 1.00.13 Íslandsmet hans í greininni er 1.00.53 sem hann setti í Kazan í ágúst 2015. Anton Sveinn syndir 200m bringusund á þriðjudaginn 9.ágúst.
Nánar ...
06.08.2016

Ólympíuleikarnir í Ríó hafnir

Þá er komið að stóru stundinni, Ólympíuleikarnir voru settir í gærkvöldi. Eins og áður hefur komið fram þá eru það sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir sem keppa fyrir hönd Íslands í sundi. Með þeim eru Jacky Pellerin Landsliðsþjálfari, Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari, Magnús Tryggvason flokkstjóri og Klaus Jurgen Ohk aðstoðarþjálfari. Anton Sveinn stingur sér til sunds fyrstur keppenda á morgun laugardag í undanrásum í 100m bringusundi og hefst útsending á RÚV kl 16.00. Á sunnudag mun Eygló Ósk keppa í 100m baksundi og Hrafnhildur í 100m bringusundi og RÚV hefur útsendingar alla keppnisdagana kl 16.00 og kl 01.00 eftir miðnætti þegar undanúrslit og úrslit hefjast. Það er skemmtileg og spennandi vika framundan í sundheiminum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Við hjá SSÍ segjum Áfram Ísland og góða skemmtun !
Nánar ...
28.07.2016

Þýðingarmikið skref í fjármögnun afreksíþrótta á Íslandi

Mjög stórt og þýðingarmikið skref var tekið í dag þegar undirritaður var samningur milli Mennt- og menningamálaráðuneytisins og ÍSÍ um fjármögnun Afrekssjóðs ÍSÍ til næstu þriggja ára. Jafnframt voru undirritaðir þrír aðrir samningar um hækkun á framlögum til reksturs sérsambanda ÍSÍ, til reksturs ÍSÍ og Ferðasjóðs ÍSÍ. Allt eru þetta þýðingarmiklir samningar, eins og menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson, komst að orði, en samningurinn um Afrekssjóð er stærstur og breytir mestu fyrir afreksíþróttir á Íslandi. Athöfnin fór fram í garðinum bak við hús ÍSÍ, sérsamböndin höfðu með stuttum fyrirvara kallað til íþróttafólk til að vera viðstatt hana, en Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ fyrir hönd ÍSÍ. Þá var forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, viðstaddur og vottaði samninginn ásamt Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ.
Nánar ...
22.07.2016

Gleymd ólympísk sundgrein - Plunge for distance

15 dagar í sundið á Ólympíuleikum 2016! William Dickey er sundgarpur sem fæstir sem þetta lesa kannast við. Hann hefur þó unnið til gullverðlauna í Ólympískum dýfingum og er sá fyrsti, og reyndar sá eini, til þess að hreppa þau. Greinin sem hann keppti í heitir á engilsaxnesku: "Plunge for distance" sem mætti útleggja á íslensku sem "Rennsli án atrennu", "Lengdardýfingar" eða "Feitur magi, drukknandi maður" (útskýring hér að neðan).
Nánar ...
21.07.2016

Hafþór Jón Sjósundskóngur 2016

Í gærkvöldi lauk Opna Íslandsmótinu í Víðavatnssundi​ í blíðviðri í Nauthólsvík. Mótið er samstarfsverkefni Hins íslenska Kaldavatnsvélags og Sundsambands Íslands. 42 keppendur skráðu sig til leiks og syntu ýmist 1 km, 3 km eða 5 km. Vegalengdum var svo skipt upp eftir kynjum, aldursflokkum og hvort sundmenn syntu í galla eða ekki.
Nánar ...
20.07.2016

Opna Íslandsmótið í Víðavatnssundi í kvöld

Opna Íslandsmótið í Víðavatnssundi er haldið í Nauthólsvíkinni í dag. Framkvæmdaraðili mótsins er Hið Íslenska Kaldavatnsfélag. Keppt er í eftirfarandi vegalengdum í karla og kvennaflokkum: 1 km, 3 km og 5 km. Aldursflokkar eru 16-25, 26-39, 40-49 og 50 ára og eldri.
Nánar ...
14.07.2016

Sundfélagið Ægir óskar eftir þjálfara.

Ert þú sundþjálfari? Vilt þú starfa hjá Sundfélaginu Ægi? Við leitum að öflugum sundþjálfara í okkar frábæra þjálfarahóp til að þjálfa yngri sundmenn félagsins á næsta sundtímabili 2016/2017. Hóparnir æfa í sundlaug Breiðholts, Sundhöll Reykjavíkur og í Laugardalslaug. Starfssvið: • Þjálfun yngri hópa félagsins: Bleikjur, Laxar og Höfrungar undir handleiðslu yfirþjálfa • Halda utan um iðkendaskrá sundmanna og mætingar • Hafa frumkvæði að þátttöku í mótum í samvinnu við yfirþjálfara • Vera helsti tengiliður foreldra sundmanna • Starfa með öflugum þjálfarahópi Ægis að framtíðarsýn og eflingu sundíþóttarinnar Hæfni: • Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun • Íþróttafræðimenntun er kostur • Sérhæfing í sundþjálfun er kostur • Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði • Viðkomandi þarf að geta unnið í einstöku samstarfi við börn og verið þeim ávallt góð fyrirmynd Hjá Sundfélagin Ægi starfa 10 þjálfarar, yfirþjálfari er Jacky Pellerin. Hann hefur mikla alhliða reynslu sem sund- og yfirþjálfari. Jacky er einnig þjálfari landsliðsins í sundi. Sundfélagið Ægir hefur reglulega átt fulltrúa á Ólympíuleikum og fjöldan allan af sundmönnum í landsliði SSÍ bæði í fullorðins- og unglingaflokkum. Sundfélagið Ægir stundar metnaðarfullt starf fyrir alla sundmenn félagsins. Unnið er með uppbyggjandi skipulag sem hefst í Gullfiskahópum með stigvaxandi kröfum upp í Gullhóp. Ægir er keppnisfélag sem stefnir markvisst að afrekum í sundíþróttum. Skýr ásetningur, einbeiting og þrautseigja, er sú afstaða sem Ægir væntir af hverjum og einum sundmanni sem geta leitt af sér meistara í sundíþróttum og lífsleikni. Umsóknarfrestur er til 7. ágúst næstkomandi, nánari upplýsingar veitir Lilja Ósk Björnsdóttir á aegir@aegir.is.
Nánar ...
10.07.2016

Stefanía bætti sig í 200m fjórsundi á NÆM - Íslendingar lokið keppni

Stefanía Sigurþórsdóttir stóð sig vel í 200m fjórsundi sem var eina sundið hennar hér á Norðurlandameistaramóti Æskunnar ​í Tampere í Finnlandi. Hún fór á 2:28,46 sem er bæting uppá 1,30 sekúndur frá gamla tímanum hennar 2:29,73. Sundið skilaði Stefaníu í 5. sæti en hún var skráð inn með 10. besta tímann.
Nánar ...
10.07.2016

Ásdís Eva setti telpnamet í 100m bringusundi

Ásdís Eva Ómarsdóttir úr Bergensvømmerne setti nú rétt í þessu telpnamet í 100m bringusundi þegar hún synti á 1:15,33 og bætti þar með tveggja ára gamalt met Karenar Mistar Arngeirsdóttur sem var 1:15,66. Gamli tími Ásdísar var 1:15,67 svo þetta er persónuleg bæting um 33/100
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum