Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

13.08.2016

Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 200m baksund í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó og varð áttunda-Glæsilegur árangur !

Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 200m baksund á ÓL í Ríó og endaði í áttunda sæti á tímanum 2.09.44. Þar með lauk Eygló Ósk keppni á ÓL 2016 með glæsilegum árangri. Í gær synti hún 200m baksund á nýju íslandsmeti og Norðurlandameti 2.08.84 Þetta er þriðji besti árangur Íslendings á Ólympíuleikum frá upphafi.
Nánar ...
11.08.2016

Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 200m baksund á ÓL í Ríó og er komin aftur inn í undanúrslit á Ólympíuleikunum hún er tólfta inn í kvöld- Glæsilegur árangur !

Eygló Ósk synti rétt í þessu 200m baksund á ÓL og tryggði sér tólfta sætið inn í undanúrslit í kvöld. Eygló synti á tímanum 2.09.62 sem er rétt við íslandsmetið hennar, 2.09.04. Það verður gaman að fylgjast með Eygló synda aftur í kvöld en RÚV mun sýna frá sundinu um kl 1.30 í nótt. Áfram Ísland
Nánar ...
11.08.2016

Ríó í dag fimmtudag- sundveislan heldur áfram.

Þá hafa Anton Sveinn og Hrafnhildur Lúthersdóttir lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó með glæsilegum árangri sem þau og allir geta verið virkilega stolt af. Við erum heppin að eiga einn keppenda eftir í sundi á ÓL en það er Eygló Ósk sem mun synda 200m baksund í dag um kl 17:30. Hún syndir í síðasta riðlinum í þeirri grein og það verður gaman að fylgjast með hvort að hún komist í undanúrslit aftur eins og í 100m baksundi.
Nánar ...
11.08.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar synti rétt í þessu 200m bringusund í undanúrslitum á ÓL í Ríó og endaði í 11 sæti- Flottur árangur !

Hrafnhildur synti í undanúrslitum rétt í þessu í 200m bringusundi á ÓL á tímanum 2.24.41 og endaði í 11 sæti. Síðasti tími inn í úrslit var 2.22.87 en íslandsmet Hrafnhildar er 2.22.96 sett á EM50 í london í maí. Þá hefur Hrafnhildur lokið keppni í Ríó með frábærum árangri en hún er fyrsta íslenska sundkonan sem kemsti úrslit á Ólympíuleikum.
Nánar ...
09.08.2016

Anton Sveinn úr S.f Ægi synti 200m bringusund á ÓL í Ríó rétt í þessu og var 13/100 frá því að komast inn í undanúrslit- Flottur árangur!

Anton Sveinn var alveg við það að komast inn í undanúrslit í 200m bringusundi á ÓL en hann synti á tímanum 2.11.39, síðasti tími inn í undanúrslit var 2.11.26. Íslandsmet Antons Sveins er 2.10.21 sett í Kazan í ágúst í fyrra. Mjög góður árangur hjá Antoni sem endaði í 18.sæti af 39 keppendum. Anton Sveinn hefur því lokið keppni á Ólympíuleikunum í RÍÓ
Nánar ...
09.08.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar synti rétt í þessu til úrslita í 100m bringusund á Ólympíuleikunum í Ríó og varð í sjötta sæti - Glæsilegur árangur!

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði frábærum árangri í 100m bringusundi á ÓL í Ríó rétt í þessu og tryggði sér sjötta sætið í greininni. Þetta er langbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum til þessa! Hrafnhildur synti á tímanum 1.07.18 en íslandsmet hennar er 1.06.45 sett í Kazan í fyrra á HM50. Hrafnhildur mun synda 200m bringusund á miðvikudaginn og verður gaman að fylgjast með því sundi.
Nánar ...
08.08.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH er komin í úrslit á Ólympíuleikunum í RÍÓ- Þvílíkur árangur!

Hrafnhildur Lúthersdóttir er komin í úrslit á ÓL í Ríó, glæsilegur árangur hjá Hrafnhildi sem skrifaði sig enn og aftur inn í sögubækurnar! Hrafnhildur er númer 7 inn í úrslit, hún synti á betri tíma en fyrr í dag eða á 1.06.71. Íslandsmet hennar er 1.06.45. Hrafnhildur mun því synda annað kvöld til úrslita í 100m bringusundi á Ólympíuleikum en það hefur engin önnur Íslensk sundkona gert áður.
Nánar ...
07.08.2016

Glæsilegur árangur hjá Eygló Ósk og Hrafnhildi í dag í RÍÓ

Sundveislan heldur áfram í RÍÓ. Sundkonurnar Eygló Ósk úr S.f Ægi og Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH skrifuðu sig enn og aftur inn í sögubækurnar með frábærum árangri í sundkeppni Ólympíuleikana í dag. Eygló Ósk varð númer 16 inn í undanúrslit í 100m baksundi á tímanum 1.00.89,íslandsmet hennar er 1.00.25. Hrafnhildur varð númer 9 inn í undanúrslit í 100m bringusundi á tímanum 1.06.81 en íslandsmet hennar er 1.06.45. Þetta er besti árangur íslenskra kvenna í sundkeppni til þessa, það verður gaman að fylgjast með þeim í kvöld en RÚV mun sýna frá sundkeppninni í kvöld. Hrafnhildur syndir kl 01.29 : https://www.rio2016.com/en/swimming-standings-sw-womens-100m-breaststroke en Eygló kl.02.36 : https://www.rio2016.com/en/swimming-standings-sw-womens-100m-backstroke Áfram Ísland
Nánar ...
07.08.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar synti rétt í þessu 100m bringusund á ÓL í Ríó og er níunda inn í undanúrslit. það er besti árangur íslenskrar sundkonu.

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH er níunda inn í undanúrslit á ÓL 2016 í 100m bringusundi en það er besti árangur Íslenskra sundkonu á ÓL. Þar með hafa Eygló Ósk og Hrafnhildur skrifað sig enn og aftur inn í sögubækurnar með frábærum árangri. Íslandsmet hennar er 1.06.45 en hún synti á tímanum 1.06.81. Það verður gaman að fylgjast með báðum stúlkunum í undanúrslitum kvöld.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum