Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kristinn synti 200m fjórsund á EM25

15.12.2017

Kristinn Þórarinsson synti nú rétt í þessu 200m fjórsund á EM25 í Kaupmannahöfn. Hann synti í þriðja riðli og fór á 2:01,95. Kristinn á best 2:00,34 frá því í fyrra en hann synti á 2:01,17 á ÍM25 fyrir um mánuði síðan. Kristinn endaði í 41. sæti.

Þá fer íslenska liðið í hvíld en við minnum á að úrslitahlutinn er í beinni á RÚV kl. 16 og svo synda þau Aron Örn (100 skrið), Ingibjörg Kristín (50 bak), Kristinn (100 fjór) og Snæfríður Sól (200 skrið) öll í fyrramálið, laugardagsmorgun. Undanrásir hefjast aftur kl. 8:30. 

Úrslit og keppendalistar

Til baka