Að loknu Norðurlandameistaramóti
Um síðustu helgi fór fram Norðurlandameistaramót í sundi. Mótið var að þessu sinni haldið á Íslandi í Laugardalslaug og tókst mjög vel.
Keppt var í eldri flokki 18 ára og eldri karlar og 17 ára og eldri konur. Einnig var keppt í unglingaflokki. Mótið er sett upp sem stigakeppni milli landa. Ísland náði fjórða sæti í opnum flokki og sjötta sæti í unglingaflokki. Íslenska liðið stóð sig vel, allir einstaklingar þar lögðu sig fram um að ná sínu besta og liðsandinn var mjög góður.



.jpg?proc=100x100)
.jpg?proc=100x100)




