Karlasveit SH með Íslandsmet á ÍM50
Öðrum degi á ÍM50 í Laugardalslaug lauk nú rétt í þessu.
Eitt Íslandsmet féll þegar karlasveit SH sigraði 4x100m fjórsund á tímanum 3:50,57. Þeir Kolbeinn Hrafnkelsson, Anton Sveinn McKee, Predrag Milos og Aron Örn Stefánsson skipuðu sveitina en SH-ingar áttu einnig eldra metið, sem var frá árinu 2014, 3:55,08.
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Neptun synti undir EM50 lágmarki þegar hún sigraði 100m baksund en hún hafði þegar náð því fyrr á árinu. 







