Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

28.09.2016

TI námskeið

Vegna forfalla eru nokkur sæti laus á þetta námskeið sem hefst nú um helgina, nánari upplýsinar hér að neðan. ​29. og 30. september: TI Þjálfaranámskeið - Kvöldnámskeið fyrir þá sem vilja kenna TI aðferðina (15.000 kr.) 1. og 2. október: TI Grunnámskeið - Heilsdagsnámskeið fyrir þá sem
Nánar ...
26.09.2016

Bikar 2016 - Uppfærð tímaáætlun

Bikarkeppni SSÍ fer fram í Reykjanesbæ nú um helgina, í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar. Örlitlar breytingar hafa orðið á tímaáætlun mótsins þar sem að ákveðið hefur verið að sameina 1. deild og
Nánar ...
22.09.2016

Sýnum karakter - ráðstefna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október. Ráðstefnan markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og
Nánar ...
15.09.2016

Dómaranámskeið 22.september

Dómaranámskeið verður haldið fimmtudaginn 22.september n.k. Bóklega kennslan fer fram í Pálsstofu frá kl 18:00 – 22:00 síðan mun verkleg kennsla fara fram á Ármannsmótinu sem fram fer helgina 24. – 25. September. Endilega látið alla ykkar félaga, foreldra, afa og ömmur vita af þessu námskeiði en eins og við vitum þá vinna margar hendur létt verk. Vinsamlega sendið skráningar á dmtnefnd@gmail.com fyrir þriðjudaginn 20.september.
Nánar ...
14.09.2016

Þjálfaranámskeið 23.-25 september.

Eins og fram hefur komið þá mun SSÍ standa fyrir þjálfaranámskeiði helgina 23.- 25 september n.k. Vegna sundmóts þessa helgi þá höfum við ákveðið að byrja námskeiðið á föstudeginum 23. september kl 18:00- 21:00 • laugardag 17:00 – 21:00 • sunnudag 12:30 - 18:00 . Kennslan fer fram í húsi ÍSÍ við Engjaveg í laugardalnum í sal E. Farið verður yfir sérgreinahluta eitt hjá SSÍ en það þurfa allir þjálfarara að vera búnir með til að geta tekið sérgreina hluta tvö. Námsefni verður sent til ykkar í tíma fyrir námskeiðið en til að byrja með þá er hægt að skoða þessar upplýsingar á heimasíðu SSÍ : http://www.sundsamband.is/utbreidsla/thjalfaramenntun-ssi/ Það hefur einnig verið ákveðið að halda námskeið á Akureyri helgina 8. – 9. október n.k ef nægileg þátttaka næst. Námskeiðsgjald er 30.000kr, veittur verður afsláttur ef koma fleiri en tveir frá sama félagi. Ingi Þór Ágústsson sundþjálfari með meiru mun kenna þessi námskeið. Vinsamlega sendið mér skráningu með nafni og kennitölu, fyrir mánudaginn 19.september á sundsamband@sundsamband.is það á líka við um námskeiðið á Akureyri.
Nánar ...
06.09.2016

Tokyo 2020 laugardaginn 10.september

Laugardaginn 10.september verður haldinn upplýsingafundur fyrir Tokyo 2020 hópinn, þessi fundur er fyrir það sundfólk sem náði Tokyo lágmörkum á haustönn 2015 og fyrir þau sem náðu lágmörkum á vorönn 2016. Fundurinn hefst kl 11.30 í E- sal á þriðju hæð í húskynnum ÍSÍ.
Nánar ...
05.09.2016

Lágmörk og viðmið 2016-2017

Lágmörk og viðmið fyrir sundárið 2016-2017 eru komin út. Upplýsingarnar má finna hér: http://www.sundsamband.is/sundithrottir/lagmork-og-vidmid/
Nánar ...
02.09.2016

Laugardagurinn 10.september

Laugardaginn 10.september n.k verða haldnir fundir fyrir Tokyo 2020 hóp, formenn og þjálfara í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum. Dagskráin er sem hér segir:
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum