Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

07.12.2016

Hrafnhildur 13. á nýju Íslandsmeti

Hrafnhildur Lúthersdóttir var að ljúka sundi í undanúrslitum í 50 metra bringusundi. Hún lenti í 13. sæti á nýju Íslandsmeti 0:30,47. sem er bæting um 20/100 frá í morgun. Til þess að komast í úrslitariðilinn þurfti að synda á betri tíma en norska stúlkan Susann Bjornsen en hún synti á 0:30,33.
Nánar ...
06.12.2016

Hrafnhildur með Íslandsmet í fyrsta mótshluta

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH byrjaði mótið fyrir Ísland og setti strax í fyrsta sundi Íslandsmet í 50 metra bringusundi. Hún synti á tímanum 30.64 og varð í 15. sæti inn í milliriðla. Gamla metið átti hún sjálf, en það setti hún fyrst í Doha fyrir 2 árum 30,67 og svo jafnaði hún það í Hafnarfirði 2014 á ÍM25. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson úr ÍRB og Kristinn Þórarinsson úr Fjölni syntu því næst 100 metra baksund. Davíð synti á tímanum 0:54,12 og varð í 37. sæti í greininni og Kristinn synti á 0:54,43 og varð í 38. sæti. Til þess að komast inn í milliriðla þurfti að synda undir 0:51,61 en Íslandsmetið sem Örn Arnarson ÍRB, setti í Dublin 2003 er 0:51,74. Viktor Vilbergsson úr SH synti 100 metra bringusund á tímanum 1:01,63 og varð í 56 sæti í greininni. Síðasti tími inn í milliriðla var 0:58,18 , en Íslandsmetið á Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi, sett í Reykjavík árið 2009. Metið er 0:58, 90. Þá var komið að Eygló Ósk Gústafsdóttur úr Ægi að synda 100 metra baksund. Eygló synti á tímanum 0:58,49 sem gefur henni 20. sætið í greininni. Íslandsmetið í greininni á hún sjálf frá því í Ísrael fyrir ári síðan, 0:57, 42. Til þess að ná inn í milliriðla hefði Eygló þurft að synda undir tímanum 0:58,08 Síðastur Íslendinga til að synda í þessum fyrsta mótshluta er Kristinn Þórarinsson úr Fjölni. Hann synti 200 metra fjórsund á tímanum 2:01,36 og varð í 36. sæti í greininni. Til þess að komast áfram hefði Kristinn þurft að synda undir 1:56,69. Íslandsmetið í greininni á Örn Arnarson ÍBR frá því 2003 í Vestmannaeyjum 1:57,91. Hér á mótinu dæmir einn af þeim íslensku dómurum sem hafa alþjóðleg dómararéttindi. Það er Haraldur Hreggviðsson, en hann er okkur í sundhreyfingunni að góðu kunnur. Hann er faðir Erlu Daggar Haraldsdóttur og þar með tengdafaðir Árna Más Árnasonar og hann hefur staðið á bakkanum við dómgæslu í hátt á annan áratug og hefur gífurlega reynslu sem slíkur. Í þessum fyrsta mótshluta var hann í hlutverki tengiliðar þjálfara við yfirdómara og mótstjórn. Á mótinu keppa um eða yfir 900 keppendur frá uþb 170 þjóðlöndum. Ísland hefur ekki alltaf verið með þessu móti, oftar en ekki höfum við einbeitt okkur að Evrópumótinu á þessum tíma, en þar sem virðist vera komin niðurstaða í að Evrópa er með sín mót annað hvort ár á oddatöluári, þá er FiNA með HM hitt árið. Aðstæður á keppnisstað eru til fyrirmyndar, hér er bráðabrigðalaug sett upp á íshokkívelli og í sama húsi er sett um upphitunarlaug ásamt aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara og nuddara. Þá er ný sundlaug í næsta húsi við hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á sem kemur sér vel, þannig hafa íslendingarnir sloppið við hálftíma rútuferðir fram og til baka undanfarna daga og svo geta þeir sem synda seint að morgni hitað upp í lauginni við hótelið og farið seinna af stað fyrir bragðið. Undanrásirnar hefjast kl. 09:30 á staðartíma (14:30 á íslenskum tíma) og undanúrslit og úrslitahlutar hefjast kl. 18:30 á staðartíma (23:30 á íslenskum tíma). Hér er svo að lokum hlekkur á Omega timing, en þar birtast úrslitin jafnóðum.
Nánar ...
06.12.2016

HM 2016 í Kanada að hefjast

Í dag hefst HM25 í Windsor í Kananda. Þetta er í 13. skipti sem FINA heldur heimsmeistaramót í stuttu brautinni, en nú um stundir eru þau haldin annað hvert ár (sléttar tölur) fyrstu eða aðra helgina í desember. Hitt árið heldur LEN EM25 á sama árstíma. Mótið er hefðbundið, riðlakeppni að morgni og svo milliriðlar og úrslitasund seinnipartinn. Þau sem keppa fyrir Íslands hönd á morgun eru þau Hrafnhildur Lúthersdóttir sem stingur sér fyrst til sunds upp úr kl. 11:00 á staðartíma (um kl. 16:00 á íslenskum tíma) og syndir 50 metra bringusund. Hún syndir í 7 og síðasta riðli greinarinnar á 2. braut. Strax í kjölfarið er komið að Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni sem keppir í 100 metra baksundi ca 11:15 og syndir í 5. riðli af 8 á braut 0. Kristinn Þórarinsson syndir einnig 100 metra baksund í sama riðli á braut 4. Viktor Vilbergsson stingur sér svo klukkutíma síðar í 100 metra bringusund, syndir í 5 riðli af 10 á braut 5. Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur sína keppni upp úr hálf eitt, þegar hún syndir 100 metra baksund í 7. riðli af 8 á braut 6. Kristinn Þórarinsson syndir svo 200 metra fjórsund um kl. 13:00 á staðartíma, er þar á braut 9 í 6 riðli af 7. Aron Örn Stefánsson, Bryndís Rún Hansen og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir eru í fríi frá keppni á morgun en fylgja liðinu í upphitun og keppni til hvatningar.
Nánar ...
04.12.2016

HM 2016 í Kanada

Næsta þriðjudag 6. desember hefst Heimsmeistaramót í sundi - í 25 metra braut. Íslensku keppendurnir eru mættir til Windsor í Kanada ásamt landsliðsþjálfara, sjúkraþjálfara og liðstjóra. Einnig verður einn íslenskur dómari á mótinu. Þau Aron Örn...............
Nánar ...
23.11.2016

HM25 og NM farar

Nýafstaðið Íslandsmeistaramót var síðasta tækifæri íslensks sundfólks til þess að ná lágmörkum á Heimsmeistaramótið í 25m laug og Norðurlandameistaramótið. HM25 verður haldið í Windsor í Kanada dagana 6-11. desember og NM er haldið í Kolding í Danmörku dagana 9-11. desember. Þeir sem fara á HM eru:
Nánar ...
20.11.2016

Íslandsmet hjá ÍRB og HM lágmark hjá Kristófer

Nú rétt í þessu lauk Íslandsmeistaramótinu í 25m laug. Mörg flott sund hafa verið synt hér í Ásvallalaug um helgina og góður árangur náðst. A-sveit ÍRB setti Íslandsmet í 4x100m fjórsundi karla þegar þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Þröstur Bjarnason og Kristófer Sigurðsson syntu á 3:43,22 og bættu ársgamalt
Nánar ...
20.11.2016

Kolbeinn synti undir HM lágmarki í gær

Fjórir sundmenn syntu undir HM lágmarki á ÍM25 í gær og þar á meðal var Kolbeinn Hrafnkelsson úr SH að ná sínu fyrsta lágmarki á mótið sem haldið verður í Windsor í Kanada í næsta mánuði. Kolbeinn synti 50m baksund á tímanum 25,27 en lágmarkið í greininni er 25,85. Kristinn Þórarinsson úr ÍBR sigraði greinina en hann hafði þegar náð lágmarki í greininni.
Nánar ...
20.11.2016

2 Íslandsmet í 4x100m skriðsundi blandaðra sveita

Tvö Íslandsmet voru sett í 4x100m skriðsundi í blönduðum flokki á ÍM25 í morgun. Synt var í tveimur riðlum og setti liðið sem fljótast var í bakkann í fyrri riðlinum fyrsta Íslandsmet greinarinnar. Það var B-sveit SH sem synti á tímanum 3:58,40. Sveitina skipuðu þau Jökull Ýmir Guðmundsson, Kári Sölvi Nielsen, María Fanney Kristjánsdóttir og Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir.
Nánar ...
20.11.2016

Stúlknamet SH á ÍM25

Í gær láðist að nefna það að sveit SH í 4x100m fjórsundi kvenna hafi slegið aldursflokkamet í úrslitahlutanum. Sveitin setti stúlknamet í greininni er þær lentu í öðru sæti á tímanum 4:24,35 og bættu eldra met ÍRB um
Nánar ...
19.11.2016

ÍM25 dagur 2 - 4 Íslandsmet og 1 meyjamet

Nú rétt í þessu lauk öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 25m laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði og var árangurinn góður. Í morgun voru tvö Íslandsmet sett, bæði í 4x100m fjórsundi í blönduðum flokki. Keppt var í tveimur riðlum og þar sem það hefur aldrei verið skráð Íslandsmet í greininni áður þá setti sigurvegari fyrri riðilsins, B-Sveit Ægis, fyrsta metið í greininni. Þau syntu á tímanum 4:21,24 en sveitina skipuðu þau Kristján Gylfi Þórisson, Hilmir Örn Ólafsson, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum