Beint á efnisyfirlit síðunnar

Næstkomandi laugardag 20. janúar verður fyrsti dagur í ÆFUM/18.

16.01.2018

Næstkomandi laugardag 20. janúar verður fyrsti dagur í ÆFUM/18. 

Landsliðsnefnd og fræðslunefnd SSÍ hafa ákveðið að hafa fræðslu þennan dag fyrir sundfólk 13 ára og eldri og fyrir þá sundmenn sem tóku þátt og þeir sem náðu lágmörkum í verkefnum SSÍ í desember s.l.  EM25 og NM hóp og Tokyo 2020.

Fyrirlesturinn verður í D-sal ÍSÍ kl 12:30.

 

Hulda Bjarkar sundþjálfari og íþróttafræðingur mun fara yfir markmiðssetningu :

  • Hvernig er hægt að setja sér markmið og ná sem mestum árangri.
  • Hvernig á að taka sigrum og ósigrum
  • Hvaða þættir eru það í lífi sundmanna sem geta haft áhrif á að þeir nái markmiðum sínum.

 

Ég vil biðja þjálfara að senda mér áætlaðan fjölda sundmanna frá hverju félagi sem hafa hug á að mæta, til að hægt sé að áætla sæti í salnum.

 
Til baka