Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

19.11.2016

Leiðrétting - Kristinn náði 2 HM lágmörkum í gær

Í frétt okkar í gær var tilkynnt að Kristinn Þórarinsson hefði náð einu lágmarki á HM25, sem haldið verður í næsta mánuði í Kanada, í 200m fjórsundi og áður hefði hann náð lágmarki í 200m baksundi Hið rétta er hinsvegar að Kristinn náði lágmörkum í bæði 200m fjórsundi og 200m baksundi á mótinu í gær en á Extramóti SH í lok október náði hann lágmörkum í 50m og 100m baksundi. Þetta leiðréttist hér með.
Nánar ...
15.11.2016

ÍM25 2016 í Ásvallalaug

Dagana 18-20. nóvember nk fer fram Íslandsmeistaramótið í 25 laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar. Skráning starfsmanna er nú í fullum gangi og gengur þokkalega. En til að halda stórt Íslandsmót þarf margar hendur og því nauðsynlegt að fá fleiri til starfa en hafa þegar skráð sig.
Nánar ...
22.10.2016

Hrafnhildur í Singapore

Hrafnhildur lauk keppni í dag á Heimsbikar mótinu í Singapore, þar sem hún synti 50m bringusund á tímanum 30.68 aðeins 0.01 broti frá íslandsmetinu sínu. Hún synti einnig 200m bringusund á tímanum 2.27.19, íslandsmet hennar er 2.22.69. ​ Hrafnhildur varð í sjötta sæti í báðum þessum greinum í dag. Hrafnhildur heldur áfram keppni í Tokyo á Heimsbikarmótinu 25.október n.k.
Nánar ...
05.10.2016

Fjáröflun og styrkir

Sundsamband Íslands er stöðugt í fjáröflun til að gera betur í uppbyggingu og útbreiðslu sundíþrótta. SSÍ leitar til einstaklinga og fyrirtæk.......
Nánar ...
02.10.2016

ÍRB Bikarmeistarar , íslandsmet og sveinamet í Reykjanesbæ

Bikarkeppni SSÍ lauk í kvöld í Reykjanesbæ. Bikarmeistarar í I deild bæði í karla og kvennaflokki var lið ÍRB, í II deild karlaflokki var það SH- B sem bar sigur að hólmi en í II deild í kvennaflokki voru það einnig sundkonur úr ÍRB-B sigruðu. Þrefaldur sigur hjá ÍRB sundfólki um helgina.
Nánar ...
28.09.2016

TI námskeið

Vegna forfalla eru nokkur sæti laus á þetta námskeið sem hefst nú um helgina, nánari upplýsinar hér að neðan. ​29. og 30. september: TI Þjálfaranámskeið - Kvöldnámskeið fyrir þá sem vilja kenna TI aðferðina (15.000 kr.) 1. og 2. október: TI Grunnámskeið - Heilsdagsnámskeið fyrir þá sem
Nánar ...
26.09.2016

Bikar 2016 - Uppfærð tímaáætlun

Bikarkeppni SSÍ fer fram í Reykjanesbæ nú um helgina, í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar. Örlitlar breytingar hafa orðið á tímaáætlun mótsins þar sem að ákveðið hefur verið að sameina 1. deild og
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum