Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslunefnd SSÍ auglýsir þjálfaranámskeið SSÍ

29.09.2017

 

Þjálfaranámskeið SSÍ 1 er grunnnámskeið í þjálfun og er fyrir þá einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun sunds. 

Einnig hugsað fyrir þá sem hafa þjálfað um hríð en hafa ekki sótt sér fræðslu um sundþjálfun.

 

Farið verður yfir sérgreinahluta eitt hjá SSÍ en það þurfa allir þjálfarara að vera búnir með til að geta tekið sérgreina hluta tvö.

 

Kennsla fer fram helgina 13.-15.október í salarkynnum ÍSÍ í Laugardal.

 

Námsefni verður sent til ykkar í tíma fyrir námskeiðið en til að byrja með þá er hægt að skoða þessar upplýsingar á heimasíðu SSÍ : http://www.sundsamband.is/utbreidsla/thjalfaramenntun-ssi/

 

Nánari dagskrá verður sent út síðar til skráðra þátttakenda.

 

Námskeiðsgjald er 30.000kr, veittur verður afsláttur ef koma fleiri en tveir frá sama félagi.

 

Samhliða þessu námskeiði er æfingardagur landsliða sem þátttakendum í námskeiðinu verður boðið að vera viðstödd og fá leiðbeiningar frá færustu þjálfurum landsins.

 

Ingi Þór Ágústsson sundþjálfari með meiru mun kenna þettanámskeið.

 

 

 

Skráningar þurfa að berast fyrir þriðjudaginn 10.október á netfangið

Ingibjorgha@iceswim.is

 

 

Til baka