Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eygló á EM, Adele og Kristín Helga á NÆM

27.01.2018

Í dag fór fyrsti úrslitahluti Reykjavíkurleikanna 2018 fram í Laugardalslaug. Góð stemning var í húsinu en mótinu var sjónvarpað beint á RÚV.

Helstu afrek dagsins eru þau að Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem syndir fyrir Neptun í Svíþjóð náði lágmarki á Evrópumeistaramótið í 50m laug sem haldið verður í Glasgow í Skotlandi í sumar. Þetta er fyrsta lágmark hennar á mótið. Lágmarkinu náði hún í 100m baksundi. Tími Eyglóar var 1:02,22 og dugði til sigurs í greininni. Lágmarkið er 1:02,73.

Adele Alexandra Pálsson úr SH náði inn á Norðurlandameistaramót Æskunnar NÆM, sem haldið verður í Lettlandi í sumar í 400 metra skriðsundi á tímanum 4:39,28 en lágmarkið er 4:40,32. Kristín Helga Hákonardóttir úr Breiðablik náði lágmarki á NÆM í 50m skriðsundi en hún synti á 28,23 en lágmarkið er 28,37.

Til baka