Beint á efnisyfirlit síðunnar

Úrslit annars dags á NM - 7 íslendingar og boðsund

02.12.2017

Innan skamms hefst annars úrslitahluti Norðurlandameistaramótsins í sundi í Laugardalslaug. Íslendingar eiga þar 7 keppendur auk boðsundssveita í 4x200m skriðsundi.

Mikil og góð stemning myndaðist í úrslitunum í gær og heldur áfram í dag.

Sundin sem íslenska sundfólkið syndir til úrslita eru eftirfarandi:

Bryndís Bolladóttir - 100m skriðsund
Inga Elín Cryer - 100m flugsund
Ágúst Júlíusson - 100m flugsund
María Fanney Kristjándóttir 400m fjórsund
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 400m fjórsund
Patrik Viggó Vilbergsson - 400m fjórsund
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson - 50m baksund
4x200m skriðsund boðsund

Bein úrslit og ráslistar með tímaáætlun hér

Á myndinni eru þjálfarar liðsins á NM 2017, þau Kjell Wormdal og Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir ásamt Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni, sem sigraði einmitt 100m baksund í gær og tryggði sér fyrsta Norðurlandameistaratitil Íslendinga á mótinu

 

Til baka