Beint á efnisyfirlit síðunnar

Danir og Finnar Norðurlandameistarar

03.12.2017

Norðurlandameistaramótinu í sundi lauk fyrr í kvöld. Mótið var haldið í Laugardalslaug með rúmlega 200 þátttakendum frá 9 löndum.

Íslenska liðið átti nokkra einstaklinga í úrslitum í kvöld og fjórar boðsundssveitir en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeim gekk.

Katarína Róbertsdóttir – 200m baksund. Endaði sjöunda í senior flokknum á tímanum 2:19,10.

Brynjólfur Óli Karlsson – 200m baksund. Endaði áttundi í junior flokknum á tímanum 2:04,13.

Karen Mist Arngeirsdóttir – 200m bringusund. Endaði fimmta í senior flokknum á tímanum 2:35,76.

Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir – 200m bringusund. Endaði sjötta í senior flokknum á tímanum 2:36,30.

Bryndís Bolladóttir – 400m skriðsund – Endaði í þriðja sæti í senior flokknum á tímanum 4:20,43 eftir hörkubaráttu við hina dönsku Klöru Reeh sem kom í mark 1/100 úr sekúndu á undan henni.

Sunneva Dögg Robertson – 400m skriðsund – Endaði sjötta í senior flokknum á tímanum 4:22,76.

Patrik Viggó Vilbergsson – 400m skriðsund – Endaði í áttunda sæti í Junior flokkinum á tímanum 4:08,38.

Huginn Hilmarsson – 400m skriðsund – Endaði fjórði í Senior flokkinum á tímanum 4:07,83.

María Fanney Kristjánsdóttir – 200m flugsund – Endaði fjórða í Senior flokkinum á tímanum 2:23,19.

Junior sveit kvenna – 4x100m fjórsund – Endaði í sjötta sæti á tímanum 4:32,91. Sveitina skipuðu þær Adele Alexandra Pálsson, Brynhildur Traustadóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Ragna Sigríður Ragnarsdóttir.

Senior sveit kvenna – 4x100m fjórsund – Endaði í fjórða sæti á tímanum 4:19,04. Sveitina skipuðu þær Katarína Róbertsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Inga Elín Cryer og Bryndís Bolladóttir.

Senior sveit karla – 4x100m fjórsund – Endaði í fimmta sæti á tímanum 3:49,89. Sveitina skipuðu þeir Brynjólfur Óli Karlsson, Sævar Berg Sigurðsson, Ágúst Júlíusson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.

Blönduð sveit karla og kvenna – 8x50m skriðsund. Greinin var ekki til stiga en gaf verðlaun. Sveitin endaði sjötta á tímanum 3:23,38. Hana skipuðu þau Brynjólfur Óli Karlsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Bryndís Bolladóttir, Ágúst Júlíusson, Kristín Helga Hákonardóttir, Huginn Hilmarsson, Ragna Sigríður Ragnarsdóttir, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.

Í lok mótsins eru veitt verðlaun fyrir bestu afrek mótsins skv. stigatöflu FINA. Þá voru sigurliðin í stigakeppni liða krýnd Norðurlandameistarar.

Besta afrek kvenna 13-16 ára
Karoline Barrett – Danmörk
50m skriðsund
25,14 sek
789 FINA stig

Besta afrek kvenna 17 ára og eldri
Anna Brandt Nielsen – Danmörk
50m baksund
27,76 sek
790 FINA stig

Besta afrek karla 14-17 ára
Oskar Lindholm – Danmörk
1500m skriðsund
15:07,25
816 FINA stig

Besta afrek karla 18 ára og eldri
Oli Mortensen – Færeyjar
1500m skriðsund
15:02,27
830 FINA stig

Stigakeppni liða:

 Junior    Senior
 FINAL POINT SCORE
 Denmark  364     Finland 342 
 Sweden  307    Sweden  318
 Norway  290    Denmark  267
 Estonia  125    Iceland  179
 Finland  109    Faroe Islands  108
 Faroe Islands  81    Estonia  98
 Lithuania  41    Lithuania  77
 Iceland  36    Norway  66
 Latvia  Na.    Latvia  22
Til baka
Á döfinni

17