Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍSÍ: Sýnum Karakter verkefnið

04.09.2017

Tilkynning frá ÍSÍ: 

Nú er að verða ár síðan að verkefninu Sýnum karakter var hleypt af stokkunum og af því tilefni ætlum við að boða til vinnufundar þriðjudaginn 12. september í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Fundurinn hefst kl.10 og stendur til 12:30.

Fyrirkomulag fundarins verður með þeim hætti að þau Óli Þór Júlíusson úr HK og Íris Mist Magnúsdóttir úr Gerplu segja frá því hvernig þeirra félög og þjálfarar hafa nýtt sér verkefnið í starfinu. Að því loknu verður fundarmönnum skipt í umræðuhópa þar sem rætt verður um hvernig íþróttafélög geta unnið með verkefnið og hvernig ÍSÍ og UMFÍ geta stutt betur með hugmyndavinnu félaganna. Það skiptir ÍSÍ og UMFÍ miklu máli að verkefnið lifi áfram og það nýtist íþróttafélögum sem best og bindum við miklar vonir um að vinnan í hópunum geti hjálpað okkur til að gera gott verkefni enn betra.

Skráning fer fram hér http://isi.is/fraedsla/hadegisfundir/skraning/. Fyrirlestrar þeirra Óla Þórs og Írisar Mistar verða teknir upp og sýndir á facebook síðu Sýnum karakter. Vinsamlegast hjálpið okkur að deila þessum pósti til félaganna.

Til baka