Beint á efnisyfirlit síðunnar

Adele stóð sig vel á NÆM

10.07.2017

Adele Alexandra Pálsson úr SH stóð sig vel á Norðurlandameistaramóti Æskunnar, en það kláraðist í gær í Færeyjum.

Adele lenti í öðru sæti í 800m skriðsundi á tímanum 9:45,03 í fyrsta hluta mótsins. Í öðrum hluta synti hún 200m skriðsund á 2:17,61 og hafnaði þar í 12. sæti. Í þriðja og síðasta hluta syndi Adele 400m skriðsund á tímanum 4:48,80 og endaði í 8. sæti.

Með henni í för var Mladen Tepavcevic, þjálfari. 

Myndir með frétt

Til baka
Á döfinni

20