Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þrjár sundkonur á HM50 og þrír sundmenn á EYOF

11.07.2017

Sundsamband Íslands sendir þrjá keppendur á Heimsmeistaramótið í sundi, sem fram fer í Búdapest, Ungerjalandi, dagana 23. – 30.júlí 2017. 

Það eru þær Bryndís Rún Hansen, sem keppir í 50 metra og 100 metra flugsundi og 100 metra skriðsundi, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem keppir í 50 metra skriðsundi og 50 metra baksundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir sem keppir í 50 metra og 100 metra bringusundi.

Þau Jacky Pellerin landsliðsþjálfari, Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari og Magnús Tryggvason formaður landsliðsnefndar SSÍ munu fylgja þeim.

Til stóð að þau Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn Mckee tækju einnig þátt í mótinu, en af því getur ekki orðið þar sem Eygló Ósk á við bakmeiðsli að stríða, sem hafa ágerst, þannig að það var tekin ákvörðun í samráði við lækni og sjúkraþjálfara að hún sleppti mótinu í ár og hvíldi vel fyrir næsta tímabil.  Það er von okkar að Eygló Ósk nái sér að fullu og verði komin til keppni þegar á EM25 í desember.  Anton Sveinn tók sér í vor hlé frá sundiðkun um stundarsakir til að undirbúa framhaldsnám sitt í Bandaríkjunum. Við eigum von á að sjá hann í lauginni síðar á þessu ári.

Á sama tíma og HM fer fram í Búdapest, er EYOF, Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, haldin í Györ í Ungverjalandi.  Þar keppa í sundi fyrir Íslands hönd þeir Brynjólfur Óli Karlsson í 200 metra og 100 metra baksundi, Patrik Viggó Vilbergsson í 400 metra og 1500 metra skriðsundi og 400 metra fjórsundi og Viktor Forafonov í 100 metra, 200 metra og 400 metra skriðsundi og 200 metra flugsundi.  Með þeim verður Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir þjálfari.

Þeir Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ og Jón Hjaltason varaformaður SSÍ munu sækja ársþing FINA sem verður laugardaginn 22. júlí og fylgja síðan keppendum Íslands eftir á HM50 og EYOF.

Myndir með frétt

Til baka
Á döfinni

20