Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn stóð sig vel á NCAA

26.03.2017

Anton Sveinn McKee úr Ægi keppti í síðasta skipti fyrir háskólann sinn í Alabama en þar hefur hann stundað nám og æfingar síðastliðin fjögur ár. Mótið sem Anton synti á er NCAA en það er lokamót háskólaraðarinnar í Bandaríkjunum. Mótið var firnasterkt í ár og m.a. voru þar rúmlega 40 Ólympíufarar. 

Anton synti 200 yarda fjórsund þar sem hann var rétt við sitt besta en var því miður dæmdur úr leik. Þá fór hann 100 yarda bringusund á tímanum 52,38 sek sem kom honum í B-úrslit. Þar synti hann á 52,59 og hafnaði í 16. sæti.

Þriðja og síðasta greinin var 200 yarda bringusund en hún er allajafna hans sterkasta grein. Anton synti þar á 1:51,99 sem gerði hann annan inn í úrslit. Hann hélt því sæti í úrslitunum þar sem hann synti á 1:51,22. 

Góður árangur hjá Antoni og má hann vera stoltur af afrekum sínum fyrir skólann. 

Til baka