Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM 50 og meistaravikan

10.03.2017

Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug verður haldið i Laugardalslaug dagana 7-9. apríl nk.

Í fyrsta sinn verður mótið hluti af svokallaðri Meistaraviku nokkurra sérsambanda en það verkefni hefur verið í undirbúningi í þó nokkurn tíma og gert til þess að vekja athygli á íþróttum sem alla jafna fá minni sýnileika í ljósvakamiðlum. Samböndin sem eiga í hlut eru Badmintonsambandið, Blaksambandið, Fimleikasambandið, Keilusambandið, Kraftlyftingasambandið, Pílusambandið og Sundsambandið. 

Aðilar Meistaravikunnar hafa átt í góðu samstarfi við RÚV, sem mun sýna frá amk einum hluta hverrar íþróttagreinar.

Við hjá SSÍ erum að leggja lokahönd á undirbúning mótsins og má þess vænta að tímasetningar, greinaröðun og reglugerð mótsins verði staðfest nú strax eftir helgi. Við biðjumst velvirðingar á þeim töfum sem hafa orðið á útsendum upplýsingum. 

Þess ber þó að geta að ekki er búist við stórvægilegum breytingum á greinaröðun.

 

Til baka
Á döfinni

21