Beint á efnisyfirlit síðunnar

Boðsundskeppni grunnskóla 30.mars 2017 kl 9.30

08.03.2017

Boðsundskeppni grunnskólanna verður haldin fimmtudaginn  30. mars. 2017 í Laugardalslaug.

Nú þegar hafa 11 skólar skráð sig til leiks sem er frábært, við hlökkum til að hafa þá enn fleiriJ  

Metþátttaka var á síðasta ári en alls tóku 512 keppendur frá 34 skólum þátt.

 

Við ætlum að hefja keppni kl 10, mæting fyrir upphitun  er 9.30.

Skráningar fyrir keppnina þurfa að berast föstudag 24.mars, hversu mörg lið og nöfn keppenda.

 

Það má skrá eins mörg lið og þið viljið í hverjum aldursflokk, þó að þetta sé keppni þá ætlum við líka að hafa gaman!

 

Ef skólarnir hafa tök á að taka með sér klapplið þá væri það virkilega skemmtilegt!

 

Keppt verður á 3 – 9  brautum og verður þetta útsláttarkeppni.  Eftir að öll lið úr hverjum flokki hafa lokið keppni þá fara 9 hröðustu liðin áfram, síðan 6 og loks 3 lið.

 

Dagskráin er sem hér segir:

 

·       5.- 7 bekkur byrjar keppnina

·       Síðan keppir 8. – 10 bekkur

·       9 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa

·       9 hröðustu tímarnir úr 8.- 10 bekk keppa

·       6 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa

·       6 hröðustu tímarnir úr 8. – 10 bekk keppa

·       3 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa

·       3 hröðustu tímarnir úr 8. – 10 bekk keppa

Að lokinni keppni verður verðlaunaafhending. 

Veitt eru þrenn verðlaun í hvorum aldursflokki ( 1. – 3. sæti) í lokakeppninni.

Sá skóli sem sigrar fær sæmdarheitið „Grunnskólameistari í sundi“.

 

Endilega takið daginn frá og þið sem eruð ákveðin nú þegar að taka þátt megið senda skráningu á : sundsamband@sundsamband.is

 

Til baka