Fréttalisti
Sundfélag Hafnarfjarðar Íslandsmeistarar garpa 2015
Íslandsmeistaramóti Garpa lauk nú rétt í þessu í Vestmannaeyjum þegar 4x50m fjórsundi lauk.
Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppni félaganna og hlutu að launum farandbikar en þann bikar hafa SH-ingar nú unnið þrisvar í röð og fá hann því til eignar.IMOC í fullum gangi í Vestmannaeyjum
IMOC, Íslandsmeistaramót garpa fer fram nú um helgina í Sundlaug Vestmannaeyja. Sundsamband Íslands heldur mótið í góðri samvinnu við ÍBV og Hamar.
Fyrsti hluti fór fram í gær en annar hófst nú í morgun og er mikil og góð stemning í lauginni. Tæplega 70 keppendur eru skráðir til leiks frá 10 félögum. Fossvogsskóli og Holtaskóli grunnskólameistarar í sundi 2015
Árleg boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í annað skipti í dag. Sundsamband Íslands hélt keppnina í Ásvallalaug í Hafnarfirði í góðu samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar.Boðsundskeppni Grunnskólanna þriðjudaginn 21. apríl
Fær Phelps keppnisheimild á HM í sumar?
Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni er Michael Phelps í keppnisbanni á alþjóðlegum mótum hjá bandaríska sundsambandinu vegna ítrekaðrar neyslu vímuefna. Hann hefur þó fengið heimild til að keppa í Bandaríkjunum. Samkvæmt mbl.is er FINA, Alþjóðasundsambandið, að íhuga að bjóða Phelps þátttöku á HM50 í Kazan í sumar. Hvernig FINA kemur því heim og saman meðan Phelps er undir keppnisbanni heimasambandsins er ekki vitað, en orðrómur um fundi framkvæmdastjóra FINA og forsvarsmanna bandaríska sundsambandsins ýtir undir þessar getgátur. Þess má geta að forseti FINA er frá Suður Ameríku og þarf að reiða sig á stuðning Bandaríkjanna á þingi FINA til að geta haldið stöðu sinni. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig FINA og bandaríska sundsambandið leysa þenana hnút.Erum við á réttri leið ?
Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11 og stendur til kl.14:30. Á ráðstefnunni er ætlunin að skoða íþróttaiðkun barna og unglingum frá mörgum sjónarhornum. Fyrirlesarar verða reynslumiklir þjálfarar úr ólíkum greinum íþrótta og aðrir einstaklingar með margvíslega aðkomu að íþróttum barna og unglinga.
17.-18. apríl fer fram Íþróttaþing þar sem lögð er fram endurskoðuð tillaga um barna og unglingastefnu ÍSÍ og því tilvalið að veita þessum málaflokki sérstaka athygli.
Skráning fer fram á skraning@isi.is og er aðgangur ókeypis. Mikilvægt er að skrá sig og þarf skráningin að hafa borist ekki síðar en miðvikudaginn 15. apríl.
Ráðstefnan verður í beinni útsendingu á heimasíðu ÍSÍ. Ráðstefnustjóri verður Anna Guðrún Steinsen.
Sunddeild Aftureldingar auglýsir eftir yfirþjálfara
Sunddeild Aftureldingar leitar nú eftir yfirþjálfara - sjá auglýsingu að neðan.Eitt Íslandsmet í lokahluta ÍM50
Íslandsmeistaramótinu í 50m laug í Laugardalslaug er nú lokið. Við fengum heilan helling af flottum úrslitum og mega allir vera glaðir með helgina.
Eitt Íslandsmet féll í þessum sjötta og síðasta hluta en Bryndís Rún Hansen stóð við sitt og varð fyrsta íslenska konan undir 27 sekúndur í 50m flugsundi þegar hún mætti Íslandsmetið sitt frá því í morgun um 11/100 úr sekúndu og fór á 26,92. Íslandsmet hjá Bryndísi og í boðsundi
Nú voru undanrásir þriðja og síðasta dags ÍM50 í Laugardalslaug að klárast og þess ber hæst að geta að Bryndís Rún Hansen úr Óðni setti Íslandsmet í 50m flugsundi en hún synti á 27,03 en gamla metið átti Sarah Blake Bateman frá árinu 2012 og það var 27,32. Spennandi verður að sjá hvort Bryndís nái að verða fyrsta íslenska konan undir 27 sekúndur í úrslitunum í kvöld.Þrjú met á öðrum degi ÍM50
Öðrum degi er nú lokið á ÍM50 í Laugardalslaug.
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hóf úrslitahlutann af krafti og bætti eigið Íslandsmet í greininni er hún sigraði á tímanum 1:00,89. Gamla metið var ársgamalt, 1:01,08.
Brynjólfur bætti svo þriðja drengjametið sitt á mótinu en hann synti 100m baksund á 1:02,84. Metið átti hann sjálfur en það var 1:03,17 frá því í febrúar. Íslands- og Norðurlandamet hjá Eygló á fyrsta degi ÍM50
Íslandsmeistaramótið í 50m laug hófst í morgun í Laugardalslaug. Syntar voru undanrásir í morgun og úrslit nú seinni partinn. Eygló með Íslands- og Norðurlandamet í 200m baksundi.- Fyrri síða
- 1
- ...
- 114
- 115
- 116
- ...
- 143