Beint á efnisyfirlit síðunnar

IMOC í fullum gangi í Vestmannaeyjum

25.04.2015

IMOC, Íslandsmeistaramót garpa fer fram nú um helgina í Sundlaug Vestmannaeyja. Sundsamband Íslands heldur mótið í góðri samvinnu við ÍBV og Hamar.

Fyrsti hluti fór fram í gær en annar hófst nú í morgun og er mikil og góð stemning í lauginni. Tæplega 70 keppendur eru skráðir til leiks frá 10 félögum. 

Þó að netsamband sé gloppótt hjá okkur hérna í lauginni reynum við að halda úti beinum úrslitum á netið og í síma og má finna úrslit hér:

http://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/12702/live/

og fyrir SplashMe símaforrit:

Meets - Others - "Icelandic Masters Open Championships"

Stigastaðan er sem hér segir eftir 1. hluta:

SH - 359 stig
Sunddeild Breiðabliks - 259 stig
UMF Selfoss - 109 stig
Styrmir - 88 stig
Sundfélag Akraness - 53 stig
Sf. Ægir - 50 stig
Sunddeild Ármanns - 47 stig
UMS Borgarfjarðar - 43 stig
ÍBV - 30 stig

 

            

Til baka