Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samantekt á fyrsta degi Smáþjóðaleika 2015

02.06.2015

Þá er fyrsta keppnisdegi í sundi á Smáþjóðaleikunum. Hér er samantekt af sundum Íslendinganna í kvöld.

Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði 200m baksund á tímanum 2:12,59 min. sem er nýtt mótsmet.

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, varð önnur á tímanum 2:19,11 mínútur.

Kristinn Þórarinsson þriðji í 200m baksundi 2:08,92 mín.

Kolbeinn Hrafnkelsson fjórði  í 200m baksundi 2:10,42 mín.

Inga Elín Cryer - 3. sæti í 200m flugsundi á tímanum 2:19,39

Sunneva Dögg Friðriksdóttir - 5. sæti í 200m flugsundi á tímanum 2:27,56.

Daníel Hannes Pálsson - 5. sæti í 200m flugsundi á tímanum 2:07,97

Sveinbjörn Pálmi Karlsson - 6. sæti í 200m flugsundi á tímanum 2:12:36

Bryndís Rún Hansen 2. sæti í 100m skriðsundi á tímanum 56,12

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 3. sæti í 100m skriðsundi á tímanum 58,13

Alexander Jóhannesson í 5. sæti í 100m skriðsundi á tímanum 52,60

Hrafnhildur Lúthersdóttir í 1. sæti í 200m fjórsundi á nýju Íslands- og mótsmeti.

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir - 2. sæti í 200m fjórsundi á 2:18,14

Anton Sveinn McKee í 2. sæti í 200m fjórsundi á tímanum 2:04,54 á nýju Íslandsmeti.

Kristinn Þórarinsson í 4. sæti í 200m fjórsundi á tímanum 2:07,87

Þar með er keppni lokið hér í Laugardalslaug í dag. 2 Íslandsmet og 1 mótsmet hlýtur að teljast viðunandi árangur!

 Við minnum á að myndir birtast á Facebook síðu Sundsambandsins eftir hvern hluta: 
http://www.facebook.com/sundsamband

Á morgun hefjast undanrásir kl. 10 og úrslit kl. 17:30.

Upplýsingasíða mótsins

Myndir með frétt

Til baka