Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

11.04.2014

Fyrsta hluta lokið á ÍM50 í Laugardalslaug

Fyrsti hluti hófst í morgun með 400m skriðsundi. Mótið hefur gengið vel fyrir sig en helstu fréttir eru þær að hin 14 ára Karen Mist Arngeirsdóttir úr ÍRB setti tvö telpnamet í einu og sama sundinu. Hún synti 100m bringusund á mjög góðum tíma, 1:15,66 og bætti þar með 9 ára gamalt met Rakelar Gunnlaugsdóttur úr ÍA en það var 1:16,38. 50m millitíminn var einnig bæting
Nánar ...
10.04.2014

ÍM50 2014 hefst á morgun

Í fyrramálið hefst Íslandsmeistaramótið í 50m laug í Laugardalslaug. Keppni í undanrásum hefst kl. 10 en úrslit kl. 17:30. Mótið er í 6 hlutum og hefst keppni í undanrásum kl. 10 og úrlitum kl. 17:30. Undantekning er á þessu á sunnudeginum þegar úrslitin hefjast kl. 16:30. Í þetta sinn eru um 150 keppendur skráðir frá 12 félögum. Við minnum á tæknifund fyrir þjálfara/fararstjóra sem haldinn verður föstudagsmorgun kl. 8:45 í Pálsstofu (2. hæð í Laugardalslaug). Ólafur Baldurson verður yfirdómari í fyrramálið og sér um fundinn.
Nánar ...
08.04.2014

Heiðarskóli og Holtaskóli Grunnskólameistarar 2014

Í dag fór fram Grunnskólamót SSÍ í sundi 2014 í Laugardalslaug. 19 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. 17 lið voru í yngri flokknum og 13 í þeim eldri. Fyrst var keppt í undanrásum og komust 8 hröðustu úr hvorum flokki áfram í fyrri undanúrslit. 4 hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og tvær hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin. Mikil stemning myndaðist en um 350 manns voru á pöllunum þegar mest lét. Úrslitin voru eftirfarandi:
Nánar ...
07.04.2014

Grunnskólamót í sundi 2014

Það verður mikið fjör í Laugardalslauginni á morgun þar sem Boðsundkeppni Grunskólana mun fara fram. Mótið hefst kl 13.15 og fjöldi skóla sem hafa skráð sig til leiks eru 21. Keppt verður í tveimur aldurslokkum 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.
Nánar ...
31.03.2014

Nýtt FINA tímarit

Hér fyrir innan er hlekkur á nýjasta tölublað tímarits FINA, Aquatics World Magazine. Þetta er áhugavert tímarit sem er vert að skoða og njóta.
Nánar ...
28.03.2014

Eygló með Íslandsmet í 200m baksundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi setti í dag nýtt Íslandsmet þegar hún synti og sigraði 200m baksund kvenna á Opna danska meistaramótinu í sundi. Hún synti á 2:10,34 en gamla metið var tveggja ára gamalt, 2:10,38
Nánar ...
17.03.2014

Dómaranámskeið í tengslum við Vormót Ármanns

Dómaranámskeið verður haldið í tengslum við Vormót Ármanns. Bókleg kennsla fer fram þann 27. mars og verklega kennsla fer fram helgina 28. – 30. mars. Björn Valdimarsson og Jón Hjaltason sjá um námskeiðið. Nánari upplýsingar veitir : jon.hjaltason@vegagerdin.is eða dmt : dmtnefnd@gmail.com Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á námskeiðið sendið skráningar á : dmtnefnd@gmail.com
Nánar ...
06.03.2014

EM25 verður í Ísrael í janúar 2015

LEN Evrópska sundsambandið hefur sent frá sér tilkynningu um að næsta Evrópumeistaramót í 25 metra laug verður haldið 15. til 18. janúar 2015 í borginni Netanya í Ísrael. Fréttatilkynning frá LEN er birt hér að neðan í heild.
Nánar ...
03.03.2014

Fréttir af Antoni Sveini McKee í USA - Aðsend grein

Stórkoslegur árangur hjá Antoni Sveini McKee á Suðaustur Háskóladeildinni sem talin er jafnsterkasta deildin í USA. Anton Sveinn McKee hóf nám hjá University of Alabama, Tuscaloosa, Alabama síðastliðið haust ásamt að synda fyrir skólaliðið. Hann er hvað þekktastur fyrir langsund, fimmtánhundruð metra, tvö og fjögur fjór. Í samráði við þjálfara hans færði hann sig yfir í bringusund, styttir greinar ásamt fjórsundum í byrjun október.
Nánar ...
22.02.2014

Stefnumörkunarráðstefna SSÍ gekk vel

- Gögn frá hópavinnu má finna í fréttinni - Fólk úr flestum virkum sundfélögum og deildum mætti til stefnumörkunarráðstefnu SSÍ, sem haldin var í dag. Á formannafundi síðast liðið haust var sátt um að í stað venjulegs formannafundar á árinu milli sundþinga, væri rétt að blása til stefnumótunarráðstefnu til að marka stefnu og markmið næstu 10 ára. Ekki er hægt að segja annað en að þetta hafi tekist vel, 25 manns mættu, skiptu sér í hópa og ræddu starfssemi SSÍ, hvað mætti betur fara og hvað væri vel gert, hvert ætti að halda í einstökum málum og hvaða leið ætti að fara og svo framvegis. Hópurinn skipti sér í þrjá hópa
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum