Fréttalisti
Samantekt á fyrsta degi Smáþjóðaleika 2015
Þá er fyrsta keppnisdegi í sundi á Smáþjóðaleikunum. Hér er samantekt af sundum Íslendinganna í kvöld.
Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði 200m baksund á tímanum 2:12,59 min. sem er nýtt mótsmet.
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, varð önnur á tímanum 2:19,11 mínútur.Þrettán Íslendingar í úrslitum á eftir
Annar hluti af sjö á Smáþjóðaleikunum hefst eftir tæpan klukkutíma hér í Laugardalslaug. Keppt er í til úrslita í átta greinum. Íslendingar eiga þrettán fulltrúa í úrslitunum á eftir og því mikil spenna með mannskapsins.
Mikið hefur verið í lagt til að gera laugina sem flottasta og má sjá myndir á Facebook síðu sambandsins af mannvirkinu sem og myndir með þessari frétt.
Þessi synda fyrir Íslands hönd í dag kl. 17:30:Fyrsti hluti leikana fór vel af stað
Sundlaugin var flott í morgun og allt skipulag og umgjörð til fyrirmyndar.
Hvetjum alla til að mæta í laugina kl 17.30 og sjá úrslit dagsins.
Þeir sem eiga ekki heimangengt geta séð beina lýsingu á sjónvarpstöðinni Hringbraut:
http://www.hringbraut.is/sjonvarp/smathjodaleikarnir_2015
Hægt að sjá myndir á facebook síðu sundsambandsins:https://www.facebook.com/sundsamband/photos/pcb.1657025894530462/1657024497863935/?type=1&theater
Allt að verða tilbúið í lauginni fyrir Smáþjóðaleikana
Allt að gerast í Laugardalslaug ! Smáþjóðaleikarnir hefjast í fyrramálið kl 10:00 með undanrásum. Úrslit verða alla daga kl. 17:30. Sjáumst og góða skemmtun - Áfram Ísland !Muscat systkinin synda ekki um helgina
Leiðindafréttir bárust frá Sundsambandi Möltu á dögunum en ákveðið hefur verið að Nicola Muscat muni ekki synda á Smáþjóðaleikunum hér á Íslandi um helgina. Fram kemur á vef Morgunblaðsins að henni hafi verið vísað úr maltneska liðinu þar sem hún þótti sýna óviðunandi hugarfar á æfingum.Landslið Íslands í sundi á Smáþjóðaleikunum
Sundfélag Hafnarfjarðar Íslandsmeistarar garpa 2015
Íslandsmeistaramóti Garpa lauk nú rétt í þessu í Vestmannaeyjum þegar 4x50m fjórsundi lauk.
Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppni félaganna og hlutu að launum farandbikar en þann bikar hafa SH-ingar nú unnið þrisvar í röð og fá hann því til eignar.IMOC í fullum gangi í Vestmannaeyjum
IMOC, Íslandsmeistaramót garpa fer fram nú um helgina í Sundlaug Vestmannaeyja. Sundsamband Íslands heldur mótið í góðri samvinnu við ÍBV og Hamar.
Fyrsti hluti fór fram í gær en annar hófst nú í morgun og er mikil og góð stemning í lauginni. Tæplega 70 keppendur eru skráðir til leiks frá 10 félögum. Fossvogsskóli og Holtaskóli grunnskólameistarar í sundi 2015
Árleg boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í annað skipti í dag. Sundsamband Íslands hélt keppnina í Ásvallalaug í Hafnarfirði í góðu samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar.Boðsundskeppni Grunnskólanna þriðjudaginn 21. apríl
Fær Phelps keppnisheimild á HM í sumar?
Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni er Michael Phelps í keppnisbanni á alþjóðlegum mótum hjá bandaríska sundsambandinu vegna ítrekaðrar neyslu vímuefna. Hann hefur þó fengið heimild til að keppa í Bandaríkjunum. Samkvæmt mbl.is er FINA, Alþjóðasundsambandið, að íhuga að bjóða Phelps þátttöku á HM50 í Kazan í sumar. Hvernig FINA kemur því heim og saman meðan Phelps er undir keppnisbanni heimasambandsins er ekki vitað, en orðrómur um fundi framkvæmdastjóra FINA og forsvarsmanna bandaríska sundsambandsins ýtir undir þessar getgátur. Þess má geta að forseti FINA er frá Suður Ameríku og þarf að reiða sig á stuðning Bandaríkjanna á þingi FINA til að geta haldið stöðu sinni. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig FINA og bandaríska sundsambandið leysa þenana hnút.- Fyrri síða
- 1
- ...
- 113
- 114
- 115
- ...
- 143