Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmet hjá Hrafnhildi á þriðja degi - Samantekt

04.06.2015

Þriðja og næstsíðasta úrslitahluta Smáþjóðaleikanna í sundi lauk nú rétt í þessu í Laugardalslaug. Árangur íslenska liðsins var góður í kvöld og mjög góð stemning í hópnum.

Hrafnhildur Lúthersdóttir hélt áfram að slá metin en hún bætti eigið Íslandsmet í 100m bringusundi þegar hún sigraði greinina á 1:08,07 en gamla metið átti hún sjálf frá því í Berlín í fyrra - 1:08,18. Þá bætti hún einnig mótsmetið í greininni sem var líka í hennar eigu - 1:10,28.

Samantekt frá úrslitahlutanum:

50m skriðsund kvenna

2. sæti - Bryndís Rún Hansen - 25,95sek
3. sæti - Ingibjörg Kristín Jónsdóttir - 26,39sek

50m skriðsund karla

3. sæti - Alexander Jóhannesson - 23,70sek
5. sæti - Ágúst Júlíusson - 24,20sek

100m bringusund kvenna

1. sæti - Hrafnhildur Lúthersdóttir - 1:08,07
2. sæti - Jóhanna Gerða Gústafsdóttir - 1:13,19

100m bringusund karla

2. sæti - Anton Sveinn McKee - 1:02,81
5. sæti - Viktor Máni Vilbergsson - 1:05,85

Laurent Carnol frá Lúxembourg sigraði 100m bringu karla á nýju mótsmeti - 1:01,24 og sló þar með met Jakobs Jóhanns Sveinssonar sem var 1:02,60.

200m skriðsund kvenna

3. sæti - Inga Elín Cryer - 2:05,40

200m skriðsund karla

4. sæti - Daníel Hannes Pálsson - 1:55,00
5. sæti - Kristófer Sigurðsson - 1:55,34

 4x100m fjórsund karla

2. sæti - Sveit Íslands - 3:49,01

Sveitina skipuðu:
Bak - Kolbeinn Hrafnkelsson - 58,60sek
Bringa - Anton Sveinn McKee - 1:02,58min
Flug - Ágúst Júlíusson - 55,70sek
Skrið - Alexander Jóhannesson - 52,13sek

 Í dag kom 1 gull, 4 silfur og 3 brons í hús og því 8 gull, 12 silfur og 9 brons komin í heildina.

Á morgun verða engar undanrásir en synt er í beinum úrslitum í 400m fjórsundi kvenna og karla, 800m skriðsundi kvenna og 1500m skriðsundi karla.

Bein útsending á www.hringbraut.is 

 

Myndir með frétt

Til baka