Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

24.05.2014

Lillan Madsen virtur fyrirlesari í Danmörku

Hér á landi er kona frá Kaupmannahafnarháskóla, sem hefur sérhæft sig í kennslu og þjálfun sundfólks og þjálfara unanfarin 30 ár og er með miklar hugmyndir um bætta kennslu og kennsluaðferðir. Hún verður með smá sýnikennslu á börnum og kannski fullorðnum líka (megið taka sundföt með)og spjalla létt um þessi hugarefni sín sem fjalla mest um jafnvægi í vatni, öndun og mikilvægi réttrar öndunarkennslu ofl. Ofl. Þetta er áætlað í Breiðagerði laug og skóla þriðjudaginn 27. Maí nk. kl. 14:00 – 15:30 ca. Kíkið á auglýsinguna í viðhenginu. Þetta verður örugglega áhugaverður tími.
Nánar ...
18.05.2014

Ægirngar Íslandsmeistarar 2014

Ægiringar unnu í dag síðasta leikinn í úrslitum Íslandsmótsins í Sundknattleik. Liðið hafði unnið fyrri leikina tvo einnig og hafði því tryggt sér titilinn strax í gær. Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi og fyrsti maður á lista Dögunnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar afhenti liðinu sigurlaunin.
Nánar ...
17.05.2014

Sundknattleikur, úrslitakeppni og kennsla

Í dag fór fram annar leikur í úrslitakeppninni Íslandsmótsins í sundknattleik. Liðin tvö sem æfa og keppa á Íslandi, Ægir og SH hafa spilað nokkra leiki í vetur og SH varð bikarmeistari fyrr á tímabilinu. Leikurinn í dag fór 8-7 fyrir Ægi í spennandi og jöfnum leik. Fyrsti leikurinn í gærkvöldi fór 6-3 fyrir Ægi. Þriðji leikurinn verður síðan spilaður á morgun kl. 14:30. Allir leikirnir fara fram í Laugardalslaug. Þá var í dag strax að loknum leik fræðsla fyrir þá sem hafa áhuga á sundknattleik. Til landsins komu þrír verulega reyndir dómarar frá Bretlandi og þau stóðu fyrir þéttum og góðum fræðslufundi.
Nánar ...
16.05.2014

Íslandsmót í Sundknattleik og dómaranámskeið 16.- 18 maí Íslandsmeistarmót í Sundknattleik fer fram um helgina í Laugardalslaug.

Íslandsmeistarmót í Sundknattleik fer fram um helgina í Laugardalslaug. Fyrsti leikur fer fram föstudagskvöldið 16.maí kl 20.30. Á laugardag og sunnudag hefjast leikirnir kl 14.30. KL 16.00 á laugardaginn verða tveir erlendir dómarar með dómarnámskeið í Sundknattleik í Pálsstofu í Laugardalslaug. Sýnt verður beint á sport tv.
Nánar ...
10.05.2014

Ísland tekur við forsæti í Norræna sundsambandinu (NSF)

Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, tók í dag við forsæti í Norræna sundsambandinu. Embættið fylgir formennsku í SSÍ og Ísland mun vera í forsæti til ársins 2018. Hörður hefur verið í stjórn NSF frá árinu 2005. Megin markmið NSF er að styrkja og byggja upp sundíþróttir meðal þátttökuríkjanna, auka samvinnu þeirra og vera í forystu gagnvart örðu alþjóðlegu starfi í sundíþróttum.
Nánar ...
05.05.2014

SH Íslandsmeistarar garpa

IMOC, Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi, var haldið 2.-3. maí 2014 í Sundlaug Kópavogs í samvinnu við Sunddeild Breiðabliks. Keppendur voru um 150 talsins og hafa aldrei verið fleiri. SSÍ þakkar Sunddeild Breiðabliks kærlega fyrir gott samstarf og vel útfært mót. Úrslit mótsins má sjá hér.
Nánar ...
30.04.2014

Þrjú dómaranámskeið á næstunni

Þrjú dómaranámskeið verða í boði nú í maí á Akureyri, í Reykjanesbæ og í Kópavogi. Á Akureyri er námskeiðið haldið í VMA, fimmtudaginn 8. maí kl. 17-21. Kennari verður Gunnar Viðar Eiríksson. Skráning er í netfang karen@vma.is eða lisabj@simnet.is. Verklegi hlutinn fer fram á Lionsmóti Ránar á Dalvík 10. maí. í Reykjanesbæ fer námskeið fram fimmtudagskvöldið 8
Nánar ...
29.04.2014

IMOC hefst á föstudaginn

IMOC 2014, Opna Íslandsmótið í Garpasundi, verður haldið í Kópavogslauginni næstu helgi í samstarfi við Breiðablik. Keppt verður í sex brauta innilauginni og eru um 140 keppendur skráðir til leiks. Mótið hefst seinni partinn á föstudag og er í þremur hlutum. Eftir síðasta hlutann á laugardaginn heldur Breiðablik veglegt lokahóf handa keppendum, starfsfólki og aðstandendum.
Nánar ...
13.04.2014

9 Íslandsmet og 11 aldursflokkamet á ÍM50 - Uppfært

Íslandsmeistaramótinu í 50m laug lauk nú rétt í þessu eftir þriggja daga keppni. Alls féllu 9 Íslandsmet og 11 aldursflokkamet á mótinu, ásamt jöfnun á Íslandsmeti. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir setti Íslandsmet í 400m fjórsundi þegar hún synti til sigurs í úrslitum á tímanum 4:53,24. Gamla metið átti hún
Nánar ...
13.04.2014

Íslandsmet í boðsundi í fimmta hluta ÍM50

Fimmta og næstsíðasta hluta var að ljúka hér í Laugardalslauginni á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug. Fyrsta skráða Íslandsmetið í 4x100 skriðsundi í beinum úrslitum kom í dag en tveir riðlar voru í greininni. Sigurvegari fyrri riðilsins, C sveit SH setti því Íslandsmet á tímanum 3:42,86 en sveitina skipuðu þau Predrag Milos, Kolbeinn Hrafnkelsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Snjólaug Tinna Hansdóttir.
Nánar ...
12.04.2014

Dagur 2 á ÍM50 - Metaregn!

Í morgun hófust undanrásir kl. 10 og og setti Brynjólfur Óli Karlsson, Breiðabliki, drengjamet í 50m baksundi með tímann 29,92. Brynjólfur Óli synti greinina aftur í úrslitum en náði ekki að bæta sig enn frekar. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson háði hörkubaráttu við Kristinn Þórarinsson í greininni en sá fyrrnefndi hafði betur með 7/100 úr sekúndu. Í síðustu grein morgunsins, 4x100m fjórsundsboðsu
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum