Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jóhanna Gerða í góðum gír

22.02.2015Jóhanna Gerða Gústafsdóttir sundkona úr Sundfélaginu Ægi var að keppa á sínu síðasta deildarmóti í Bandaríkjunum C-USA Conference um helgina og stóð sig vel. 

Hún var kosin sundmaður mótsins nú á loka árinu sínu en hún fékk einnig þann titil á sínu fyrsta ári þá í  deild sem kallaðist  Sun Belt Conference.   Hún keppir fyrir FIU (Florida International Universiti). 

7 skólar kepptu og var aðal keppnin á milli RICE – Western Kentucky og FIU og stóðFIU uppi sem sigurvegari, en þetta er í fyrsta skipti sem skólinn vinnur deildarmeistaratitilinn.  

Jóhanna Gerða sigraði allar greinarnar sínar en sundmaður má synda þrjár einstaklingsgreinar og vera þrisvar sinnum í boðsundsliði. Hún setti tvö mótsmet og fjögur skólamet þar af tvö í einstaklingsgreinum. 

  • 200 yarda fjórsund ( mótsmet og skólamet ) og farseðil á NCAA, 
  • 400 yarda fjórsund ( mótsmet ), 
  • 200 yarda bringusund ( skólamet ). 
  • Einnig vann liðið 4 x 100 yarda skriðsund (skólamet) en þar átti JGG síðasta sprettinn og náði að stela sigrinum, eftir að stinga sér til sunds með tvær boðssundssveitir á undan FIU sveitinni. 
  • Auk þess setti FIU skólamet í 4x100 yarda fjórsundi.  

Á ferlinum í Bandaríkjunum hefur Jóhanna Gerða unnið 11 einstaklingsgreinar á deildarmótum og 3 í boðsundum. Hún mun svo taka þátt í NCAA, sem er stærsta háskólamót í USA, en þetta er fjórða árið í röð sem hún nær lágmörkum á mótið.

Jóhanna Gerða var að því komin að hætta sundiðkun fyrir nokkrum árum en þennan texta setti hún inn á facebooksíðuna sína fyrir nokkru: 

"6 years ago, I decided to put to rest my cap and goggles. After 2 years of being out of the water and being unhappy in my own skin, I took the biggest decision of my life, to move across the world and get back into the sport I had always loved. I have without a doubt had one of the most successful college career a swimmer can ask for, every year I have improved in the pool and every year grown more as a person. As a team we just wrote history. First ever swimming&diving championship and first ever #CUSA championship title for #FIU I have never been so proud to be a #GoldenPanther. 
I couldn't have achieved any of this without the help of my swim fanatic family, friends, coaches, former and current teammates. 
Next stop NCAA."

Hér fyrir neðan eru nokkrir skemmtilegir hlekkir á efni sem tengist Jóhönnu Gerðu.

Smá Youtube video

Annað Youtube video

Eitt video til viðbótar

Yngri systir Jóhönnu Gerðu er eins og flestir vita, Eygló Ósk Gústafsdóttir.




 


 

Til baka