Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ólympíuhátíð Æskunnar í Tbilisi

22.07.2015

Í morgun lögðu sundmennirnir Stefanía Sigurþórsdóttir úr ÍRB, Ólafur Sigurðsson úr SH og Ragnheiður Runólfsdóttir leið sína til Stokkhólms ásamt ungum og efnilegum íþróttamönnum úr öðrum íþróttagreinum. Á laugardaginn halda þau ferð sinni áfram til Tbilisi þar sem þau taka þátt í Ólympíuhátíð Æskunnar sem hefst 26. júlí

Fréttir frá fyrsta degi: 
Fyrsti dagurinn á þessu spennandi ferðalagi gekk vel hjá sundhópnum okkar.  Liðið mætti snemma í flugstöðina og gekk allt eins og í sögu.  Krakkarnir vel stemmdir og gaman að hitta krakkana úr hinum greinunum.  Eftir að allir voru búnir að næra sig og hvíla sig aðeins hófst flugferð til Stokkhólmar.  
Við lentum um hádegi þar og var þá rúta tilbúin til að rúnta með okkur til Bosön sem er um klukkutíma akstur frá Arlanda.  
Staðurinn sem við gistum á er uppbyggður af sænska íþróttasambandinu og hér er hægt að æfa margar íþróttir. Ekki eru nógu góðar aðstæður fyrir sundhópinn svo við sóttum æfinguna okkar í dag niður í miðbæ Stokkhólmar.  Eriksdalbadet heitir laugin og er glæsileg.  Tvær 50 m. innilaugar og allskyns útilaugar og dýfingartankar.  Við æfum í henni næstu tvo daga.  Krakkarnir okkar tóku góða æfingu í dag eftir að við komum.  Á morgun æfum við tvisvar.
Matur og gisting er mjög góð og það fer vel um okkur hérna í svíaveldi.
Við tökum nokkrar myndir á morgun til að sýna ykkur heima hvað við erum að gera.
Sendum heitar sumarkveðjur frá sundliðinu á leið til Tiblisis.

Ragga

 

Myndir með frétt

Til baka