Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

20.02.2015

Uppfærsla á tölvukerfi - tölvupóstur virkar ekki

Eftir uppfærslu á tölvukerfi hér innanhúss í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal er tölvupóstur ótengdur. Þetta eru póstföngin sundsamband@sundsamband.is , motamal@sundsamband.is og formadur@sundsamband.is Ef mikið liggur við er hægt að ná í formann SSÍ í síma 7706067
Nánar ...
10.02.2015

Lágmörk fyrir Evrópuleikana 2015

Lágmörk hafa verið gefin út fyrir Evrópuleikana sem haldnir eru í Baku í Azerbaijan í júní. Sundið fer fram 23. - 27. júní. Mótið er nýtt á nálinni og hefur LEN ákveðið að fella Evrópumeistaramót Unglinga saman við leikana en þeir eru haldnir á vegum Alþjóða ólympíunefndarinnar.
Nánar ...
05.02.2015

Lágmörk fyrir komandi sundmót

Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið helgina 10.-12. apríl í Laugardalslaug. Mótið verður notað sem æfingamót fyrir Smáþjóðaleikana en þeir verða haldnir í Laugardalnum fyrstu vikuna í júní á þessu ári. Aldursflokka- og Unglingameistaramót Íslands verður haldið á Akure
Nánar ...
22.01.2015

Framkvæmdir á skrifstofunni

Vegna framkvæmda á skrifstofunni verður lokað hjá okkur fram yfir helgi. Við opnum aftur mánudaginn 26. janúar. Við verðum þó með símana uppi og svörum tölvupóstum eins fljótt og við getum. Ingibjörg (770-6066) og Emil (659-1300)
Nánar ...
19.01.2015

Fleiri fréttir af Antoni og Hrafnhildi.

Hrafnhildur og Anton syntu til úrslita á Arena Pro móti bandaríska sundsambandsins Í Austin Texas nú um helgina. Hrafnhildur hafnaði í 3. sæti í 200 metra fjórsundi tíminn hennar var 2.15.12 sem er hennar besti tími í fjórsundi. Íslandsmetið á Eygló Ósk en það er 2.14.87.
Nánar ...
18.01.2015

RIG 2015 lokið - 3 mótsmet í dag

Sundkeppnin á Reykjavík International Games (RIG) kláraðist nú seinnipartinn í dag. Sindri Þór Jakobsson, BS/Delfana bætti 6 ára gamalt mótsmet Norðmannsins Alexanders Skeltved í 200m fjórsundi þegar hann kom í bakkann á 2.07,87. Gamla metið var 2.10,40.
Nánar ...
17.01.2015

Tvö mótsmet í dag á RIG

Nú rétt í þessu var þriðja hluta RIG að ljúka og voru þar sett tvö mótsmet. Í 200m baksundi synti Kristinn Þórarinsson á tímanum 2.08,15 og bætti þar sitt eigið met frá því 2012 en það var 2.10,83.
Nánar ...
16.01.2015

Fínar fréttir af Hrafnhildi og Antoni

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn Mckee syntu bæði í gær á Arena Pro móti í 50m laug í Austin í Texas. Hrafnhildur og Anton Sveinn syntu bæði í úrslitum í 200 metra bringusundi .
Nánar ...
12.01.2015

Ráðstefna um afreksþjálfun.

Afreksþjálfun – ráðstefna 15. janúar 2015. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 15. janúar, kl 17.00. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum