Fossvogsskóli og Holtaskóli grunnskólameistarar í sundi 2015
Árleg boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í annað skipti í dag. Sundsamband Íslands hélt keppnina í Ásvallalaug í Hafnarfirði í góðu samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar.
Árleg boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í annað skipti í dag. Sundsamband Íslands hélt keppnina í Ásvallalaug í Hafnarfirði í góðu samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar.
Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni er Michael Phelps í keppnisbanni á alþjóðlegum mótum hjá bandaríska sundsambandinu vegna ítrekaðrar neyslu vímuefna. Hann hefur þó fengið heimild til að keppa í Bandaríkjunum. Samkvæmt mbl.is er FINA, Alþjóðasundsambandið, að íhuga að bjóða Phelps þátttöku á HM50 í Kazan í sumar. Hvernig FINA kemur því heim og saman meðan Phelps er undir keppnisbanni heimasambandsins er ekki vitað, en orðrómur um fundi framkvæmdastjóra FINA og forsvarsmanna bandaríska sundsambandsins ýtir undir þessar getgátur. Þess má geta að forseti FINA er frá Suður Ameríku og þarf að reiða sig á stuðning Bandaríkjanna á þingi FINA til að geta haldið stöðu sinni. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig FINA og bandaríska sundsambandið leysa þenana hnút.
Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11 og stendur til kl.14:30. Á ráðstefnunni er ætlunin að skoða íþróttaiðkun barna og unglingum frá mörgum sjónarhornum. Fyrirlesarar verða reynslumiklir þjálfarar úr ólíkum greinum íþrótta og aðrir einstaklingar með margvíslega aðkomu að íþróttum barna og unglinga.
17.-18. apríl fer fram Íþróttaþing þar sem lögð er fram endurskoðuð tillaga um barna og unglingastefnu ÍSÍ og því tilvalið að veita þessum málaflokki sérstaka athygli.
Skráning fer fram á skraning@isi.is og er aðgangur ókeypis. Mikilvægt er að skrá sig og þarf skráningin að hafa borist ekki síðar en miðvikudaginn 15. apríl.
Ráðstefnan verður í beinni útsendingu á heimasíðu ÍSÍ. Ráðstefnustjóri verður Anna Guðrún Steinsen.
Sunddeild Aftureldingar leitar nú eftir yfirþjálfara - sjá auglýsingu að neðan.
Íslandsmeistaramótinu í 50m laug í Laugardalslaug er nú lokið. Við fengum heilan helling af flottum úrslitum og mega allir vera glaðir með helgina.
Eitt Íslandsmet féll í þessum sjötta og síðasta hluta en Bryndís Rún Hansen stóð við sitt og varð fyrsta íslenska konan undir 27 sekúndur í 50m flugsundi þegar hún mætti Íslandsmetið sitt frá því í morgun um 11/100 úr sekúndu og fór á 26,92.
Nú voru undanrásir þriðja og síðasta dags ÍM50 í Laugardalslaug að klárast og þess ber hæst að geta að Bryndís Rún Hansen úr Óðni setti Íslandsmet í 50m flugsundi en hún synti á 27,03 en gamla metið átti Sarah Blake Bateman frá árinu 2012 og það var 27,32. Spennandi verður að sjá hvort Bryndís nái að verða fyrsta íslenska konan undir 27 sekúndur í úrslitunum í kvöld.
Öðrum degi er nú lokið á ÍM50 í Laugardalslaug.
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hóf úrslitahlutann af krafti og bætti eigið Íslandsmet í greininni er hún sigraði á tímanum 1:00,89. Gamla metið var ársgamalt, 1:01,08.
Brynjólfur bætti svo þriðja drengjametið sitt á mótinu en hann synti 100m baksund á 1:02,84. Metið átti hann sjálfur en það var 1:03,17 frá því í febrúar.
Íslandsmeistaramótið í 50m laug hófst í morgun í Laugardalslaug. Syntar voru undanrásir í morgun og úrslit nú seinni partinn. Eygló með Íslands- og Norðurlandamet í 200m baksundi.
Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið núna helgina 10.-12. apríl í Laugardalslaug. Í ár er mótið notað sem æfingamót fyrir Smáþjóðaleikana sem haldnir verða hér í Reykjavík í byrjun júní.
Fimmtudaginn 9. apríl býður ÍSÍ til hádegisfundar þar sem kynntar verða niðurstöður tveggja meistaraverkefna frá Háskóla Íslands. Fundurinn verður haldinn í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.11:30. Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari og MSc í íþróttafræði mun kynna niðurstöður meistaraverkefnis síns þar sem hún skoðaði íþróttameiðsli ungmenna, algengi og brottfall vegna meiðsla. Þá mun Hafdís Inga Hinriksdóttir félagsráðgjafi og meistaranemi fjalla um meistaraverkefni sitt en þar skoðaði hún upplifun foreldra afreksbarna á ofbeldi í íþróttum. Skráning er á skraning@isi.is og er aðgangur ókeypis.
Vladimir Salnikov, fjórfaldur Ólympíumeistari og margfaldur heimsmeistari í 1500 metra skriðsundi, verður fulltrúi FINA, Alþjóðasundsambandsins, á Smáþjóðaleikunum sem verða á Íslandi í byrjun júní nk.
Salnikov er eitt af stóru nöfnum sundsögunnar, synti 800 metra skriðsund sund fyrstur manna á skemmri tíma en átta mínútur og 1.500 metra skriðsund undir 15 mínútum. Hann sló Evrópumetið í 1.500 metra skriðsundi, á Ólympíuleikunum í Montreal 1976 og endaði fimmti í greininni. Hann var Evrópumeistari í 400, 800 og 1.500 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu árið eftir, sigraði alla keppninauta sína í 800 og 1.500 metra skriðsundi næstu ár og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikum, Heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum ásamt því að setja Ólympíu-, heims- og Evrópumet.
Salnikov synti undir 15 mínútum í 1.500 m skriðsundi, fyrstur manna, á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980, 14.58,27 mínútum. Hann bætti heimsmetið sitt tveimur árum síðar er hann synti vegalengdina á 14.54,76. Það met stóð í níu ár, þannig að hann hélt metinu í greininni í 11 ár.
Salnikov gat ekki varið ólympíutitil sinn í á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984, þar sem Sovétríkin hunsuðu þá leika líkt og Bandaríkin höfðu gert gagnvart leikunum í Moskvu 1980 og þurfti sérstaka undanþágu til þess að vera í ólympíuliði Sovétmanna á Ólympíuleikunum í Seúl 1988 vegna aldurs. Hann afsannaði allar kenningar um að hann væri orðinn of gamall til þess að blanda sér í keppni þeirra bestu með því að vinna gullverðlaunin í 1.500 metra skriðsundi. Hann var 28 ára gamall og sagðist hann ekkert muna eftir síðustu 20-30 metrum sundsins svo þreyttur var hann. Þess má til gamans geta að á þeim leikum synti Ragnar Guðmundsson 1500 metra skriðsund fyrir Íslands hönd og setti þar Íslandsmet í greininni, 15:57,54, sem stóð allt til ársins 2011 þegar Anton Sveinn Mckee sló það á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein 2011 er hann synti þar á 15:49,61.
Vladimir Salnikov hefur fylgt íþróttinni sinni vel eftir í kjölfar keppnisferlsins. Hann var í Ólympíunefnd Sovétríkjanna frá 1984 til 1991 og landsliðsþjálfari Sovéska sundliðsins í tvö ár eftir hann hætti keppni. Hann vann hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í sundtengdum vörum og var varaformaður Sovéska sundsambandsins síðustu árin sem Sovétríkin lifðu. Á árunum 1991 til 2000 sat hann í íþróttamannanefnd FINA og var meðlimur sundtækninefndar LEN á tímabili.
Hann hefur um langt árabil setið í stjórn Rússneska sundsambandsins og verið formaður þar frá árinu 2009. Hann situr í stjórn LEN, Evrópska sundsambandsins og einnig í stjórn FINA, Alþjóðasundsambandsins.
Salnikov hefur hlotið ýmsa viðurkenningu heima og heiman. Hann var tam sæmdur Lenin orðunni 1985 og heiðursorðu rússneska lýðveldisins (sambærileg fálkaorðunni) 2010. Hann var tekinn inn í Alþjóðlega heiðurshöll sundíþrótta 1993.