Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá Kazan

30.07.2015Þá er liðið okkar orðið fullskipað, Hrafnhildur kom á þriðjudaginn frá Eistlandi þar sem hún var í æfingabúðum með skólanum sínum. Það sem meira er þá kom taskan mín líka
Það verður að segjast eins og er að Rússarnir hafa hingað til staðið sig með mikilli prýði í kringum þetta heimsmeistaramót, maturinn er til fyrirmyndar, við höfum um 4 mismunandi laugar að velja til að æfa í, keppnislaugin er mjög flott en hún er reyndar lítið opin núna þar sem synchronized swimming er enn í gangi. Allir sjálfboðaliðarnir eru tilbúnir að hjálpa þó þeir tali misjafnlega góða ensku - en það er viðleitnin sem skiptir máli. Svo við erum hamingjusöm í þorpinu okkar! Fyrir utan þetta þá er veðrið dásamlegt - sólin og hitinn fara vel í okkur 😎
Nú eru 3 daga í fyrsta keppnisdag, svo spennan magnast!

Kveðja, Unnur Sædís sjúkraþjálfari
Til baka