Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

15.12.2013

Eygló í úrslit í 200m baksundi á EM25

Undanrásir síðasta dags á EM25 í Herning fóru fram í morgun. Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m. baksund á 2:08,49mín. og varð 7. inn í úrslit og syndir hún í úrslitum kl. 16:43 (ísl. timi) Daníel Hannes Pálsson synti fínt 200m. skriðsund, synti á 1:52,89mín. sem er einungis 24/100úr sek. frá besta tíma hans. Kristinn Þórarinssson synti 200m. bringusund á 2:18,36 mìn. Kristinn byrjaði vel en hélt ekki nægilega vel út og náði ekki að bæta tíma sinn.
Nánar ...
14.12.2013

Íslandsmet í blönduðu boðsundi á EM

Landssveitin okkar á EM25 setti í dag Íslandsmet í 4x50m. skriðsundi blandaðra sveita 1:39,68mín. Alexander Jóhannesson synti 1. sprett glæsilega á 22,79sek. (bæting um 24/100úr sek. frá fimmtudeginum) Alexander er aðeins 1/2sek frá Íslandsmeti Árna Más Árnasonar frá 2009 (22,29sek.) Eygló Ósk 25,98sek. Kristinn 23,48sek. Inga Elín 27,54sek. 1:39,78mín. Inga Elín Cryer synti 400m. skriðsund á
Nánar ...
14.12.2013

Eygló Ósk 8. í 100m baksundi á EM

Eygló Ósk synti frábært sund í 100m baksundi í úrslitunum í kvöld þegar hún endaði í 8. sæti á tímanum 59,39. Þetta er næst besti tíminn hennar frá upphafi í greininni. Eygló varð með þessu fyrsta íslenska konan til að synda í úrslitum á Evrópumeistaramóti. Hér má líta árangur frá undanrásunum í morgun. Kristinn synti 50m baksund á tímanum 25,64 og Kolbeinn
Nánar ...
12.12.2013

EM25 í Herning hófst í morgun

Evrópumeistaramótið í 25m laug hófst í Herning í Danmörku í morgun. Sex sundmenn keppa fyrir Íslands hönd á mótinu að þessu sinni sem er mjög sterkt í ár. Keppt er í undanrásum, undanúrslitum og úrslitum. Undanrásir hófust í morgun og setti Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi meðal annars Íslandsmet í 100m baksundi þegar hún synti á 59,26 í undanúrslitum. Tíminn dugði henni 8. sætið inn í úrslit sem hefjast seinni partinn á morgun. Gamla metið hennar var 59,42 frá því á ÍM25 fyrir rúmum tveimur vikum. Fyrr um daginn hafði Eygló synt í undanrásum á tímanum 59,96. Inga Elín Cryer, Ægi synti 200m flugsund í undanrásum á tímanum 2:19,47. Kristinn Þórarinsson, Fjölni synti 200m baksund á 2:00,30 og Daníel Hannes Pálsson synti 400m skriðsund á 3:57,26. Eygló synti einnig 200m fjórsund á tímanum 2:15,48. Alexander Jóhannesson, KR synti svo 50m skriðsund á 23,04 og var það bæting á hans besta tíma. Karlasveit Íslendinga synti svo í 4x50m fjórsunds boðsundi á tímanum 1:42,52. Sveitina skipuðu þeir Kolbeinn Hrafnkelsson SH, Kristinn, Daníel og Alexander.
Nánar ...
09.12.2013

NMU lokið - Íris Norðurlandameistari

Þriðja og síðasta degi er lokið hér á NMU í Færeyjum. Það sem bar hæst er að Íslendingar eignuðust Norðurlandameistara unglinga í 200m baksundi kvenna þegar Íris Ósk synti til sigurs á tímanum 2:14,55. Í undanrásum fyrr um daginn hafði hún náð bestum tíma inn í úrslitin með tímann 2:19,44. Dagurinn hófst á 50m skriðsundi kvenna og þar synti Erla á tímanum 27,93. Bryndís var einnig skráð í greinina en var ógild vegna þjófstarts. Predrag Milos náði níunda sæti á tímanum 23,79 í sömu grein, Aron Örn synti á 24,11 og Hilmar Smári synti á 24,69 en Snær var dæmdur ógildur fyrir þjófstart.
Nánar ...
08.12.2013

Íslenskt boðsundsbrons eftir dag tvö

Fyrsta sund Íslendinga í úrslitum þennan daginn átti hún Bryndís þegar hún stakk sér til sunds í 100m skriðsundi. Hún synti á 59,42 og endaði í sjötta sæti. Aron Örn var næstur í 100m skriðsundi karla og endaði fimmti á tímanum 51,96. Nanna Björk synti svo 100m flugsund og endaði sjötta á tímanum 1:08,08, sem var þó bæting frá því í morgun.
Nánar ...
07.12.2013

Staðan eftir undanrásir annars dags á NMU

Undanrásum á degi tvö er lokið á NMU í Færeyjum. Nanna Björk byrjaði í 50m bringusundi og synti á tímanum 36,15. Svanfríður kom í næsta riðli og synti á 37,70. Aron Örn fór 100m bringusundið á 30,74. Birta María átti fínt
Nánar ...
06.12.2013

Tvö brons í hús á NMU

Úrslitahluta dagsins er nú lokið og krakkarnir komnir inn á herbergi. Árangur eftirmiðdagsins var ágætur og mun betri en í morgun en tvö brons komu í hús. Þau Ragga og Kjell hafa þó sagt að þau búist við enn meiru af þeim og tóku krakkarnir mjög vel í það. Bryndís endaði í fjórða sæti í 200m skriðsundi með tímann 2:06,36. Íris Ósk
Nánar ...
06.12.2013

NMU - Staðan eftir undanrásir dagsins

Í morgun hófst keppni í undanrásum á NMU hér í Færeyjum. Birta María reið á vaðið og synti 200m skriðsund á 2:12,55. Bryndís fylgdi þá á eftir og synti sig í úrslit í sömu grein með tímann 2:08,63. Sunneva Dögg synti svo í síðasta riðli á tímanum 2:12,25. Í 200m skriðsundi karla syntu þeir
Nánar ...
05.12.2013

NMU hefst í fyrramálið - hlekkur á bein úrslit

Tuttugu manna hópur lagði af stað upp úr hádegi í gær frá Keflavík til Færeyja til að keppa á Norðurlandameistaramóti Unglinga. Millilent var í Köben og gekk ferðin mjög vel, þrátt fyrir örlitla tímaþröng. Við lentum í Færeyjum í gærkvöldi uppúr 20:00 og tókum þaðan rútu beint upp á Hótel Føroyar þar sem við fengum hressingu. Krökkunum var þá raðað í herbergi og leyft að hvíla sig fyrir átök helgarinnar.
Nánar ...
01.12.2013

Úrslit Bikarkeppni SSÍ

Þá er Bikarkeppni SSÍ lokið. Úrslitin urðu eftirfarandi: Í fyrstu deild Karla SH 14.721 stig - BIKARMEISTARI KARLA 2013 ÍRB 13.179 stig Fjölnir 12.136 stig ÍA 9.959 stig KR 8.749 stig Ægir 8.359 stig Í fyrstu deild kvenna: ÍRB 15.312 stig - BIKARMEISTARI KVENNA 2013 SH 14.793 stig Ægir 12.937 stig ÍA 9.950 stig KR 3.446 stig Í annarri deild karla UMSK 11.405 stig SH B 9.426 stig Ármann 4.054 stig Í annarri deild kvenna ÍRB B 12.269 stig Fjölnir 11.694 stig UMSK 11.330 stig SH B 9.894 stig Ármann 9.093 stig Það er því ljóst að karlalið Sundfélagsins Ægis fellur í aðra deild en upp í fyrstu deild kemur karlalið UMSK (Afturelding, Breiðablik, Stjarnan).
Nánar ...
30.11.2013

Bikarkeppni SSÍ er í fullum gangi í Laugardalnum

Bikarkeppni SSÍ í fullum gangi Bikarkeppni SSÍ hófst í gær í Laugardalslauginni. Keppt er í karla og kvennaflokkur í tveimur deildum. Mótið er liðamót og er farið eftir FINA stigum. Þau stig eru reiknuð út frá gildandi heimsmeti í hverri grein og skalast niður eftir því sem tíminn er lakari. Heimsmetstími gefur 1000 stig. Sigurvegarar fyrstu deildar karla og kvenna hljóta í lok móts titilinn Bikarmeistari Íslands í sundi. Eftir annan hluta af þremur er stigastaðan í annarri deildinni sem hér segir:
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum