Fréttalisti
RIG hefst í dag - RIG starts today
Upplýsingar um bein úrslit, RIG hátíðina og annað tengt mótinu - Information about live timing, RIG festival and other meet related mattersFínar fréttir af Hrafnhildi og Antoni
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn Mckee syntu bæði í gær á Arena Pro móti í 50m laug í Austin í Texas. Hrafnhildur og Anton Sveinn syntu bæði í úrslitum í 200 metra bringusundi .
Ráðstefna um afreksþjálfun.
Afreksþjálfun – ráðstefna 15. janúar 2015.
Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 15. janúar, kl 17.00.
Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101.
Ágúst Júlíusson íþróttamaður Akraness 2014
Ágúst Júlíusson Sundfélagi Akraness var kjörinn Íþróttamaður Akraness sl. föstudag. Í frétt á ia.is segir eftirfarandi um kjörið: "Ágúst Júlíusson var í kvöld kjörinn íþróttamaður Akraness fyrir árið 2014. Ágúst hefur stundað sund frá unga aldri og margoft orðið Íslandsmeistari. Oftsinnis hefur hann verið valinn til keppni erlendis fyrir Íslands hönd á sínum sundferli. Á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug setti hann Akranesmet og varð Íslandsmeistari í 50 m flugsundi. Á sama móti varð hann í 2. sæti í 100m flugsundi, aðeins hársbreidd frá gullverðlaunum. Hann kom, sá og sigraði á ÍM 25. Þar synti hann mun betur en nokkurn hafði órað fyrir nýrisinn upp úr meiðslum. Hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari í 50m og 100m flugsundi og setti tvö Akranesmet. Hann var einnig mjög nálægt lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið í 25m laug í 50m flugsundi."Þróttur í Vogunum óskar eftir Þjálfara
Sundþjálfari óskast!
Þróttur Vogum auglýsir eftir sundþjálfara fyrir yngri hópa. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúin að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi í Vogunum.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að fara á mót.
Reynsla af sundþjálfun og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2015.
Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra félagsins í síma 868-5508 eða á netfangið throttur@throttur.net
Umsóknir sendast á throttur@throttur.netÍþróttamaður ársins - Heiðurshöll ÍSÍ
Hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna til að útnefna íþróttamann ársins 2014 fór fram í Gullhömrum sl. laugardag. Margt var um manninn, allir íþróttamenn sem sérsambönd og íþróttanefndir ÍSÍ höfðu útnefnt fengu viðurkenningu auk þeirra 10 sem urðu efst í kjörinu á íþróttamanni ársins.
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2014 að mati íþróttafréttamanna og er vel að titlinum kominn. Í öðru sæti varð Gylfi Sigurðsson og í því þriðja Guðjón Valur Sveinsson. Þrí sundmenn komust á lista yfir þá tíu sem flest atkvæði fengu í kjörinu, en það voru þau Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Jón Margeir Sverrisson, sem reyndar er tilnefndur fyrir íþróttir fatlaðra.Íþróttabandalag Reykjanesbæjar leitar að þjálfara
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, ÍRB, leitar að þjálfara fyrir yngsta sundfólkið. Sjá nánar í auglýsingu að neðanNýárssundmót fatlaðra
Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í dag. Mótið fór vel fram og margir sem náðu persónulegum metum. Sjómannsbikarinn vann að þessu sinni Davíð Þór Torfason úr Sunddeild Fjölnis fyrir 50 metra skriðsund. Hann fékk 542 stig fyrir það sund. Það voru Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra sem afhentu honum bikarinn.Gleðilegt ár 2015
Stjórn og starfsfólk Sundsambands Íslands óskar þess að við eigum öll framundan gleðilegt og árangursríkt nýtt ár. Við þökkum kærlega fyrir skemmtilegt og gefandi samstarf á liðnum árum og hvetjum alla sem hafa áhuga á sundíþróttum að prófa eitthvað nýtt á árinu 2015. Af nógu er að taka, dýfingar, sundknattleikur, samhæfð sundfimi, víðavatnssund sem sumir vilja kalla sjósund og svo auðvitað sundaðferðirnar fjórar. Vonandi verða áramótin ykkur skemmtileg hvatning til góðra verka á nýju ári.Jólakveðjur frá SSÍ
Stjórn og starfsfólk Sundsambands Íslands sendir öllum góðar óskir um gleðileg jól. Sunddeild Stjörnunnar leitar eftir þjálfara
Sunddeild Stjörnunnar leitar eftir þjálfara. Sjá auglýsingu hér að neðan- Fyrri síða
- 1
- ...
- 115
- 116
- 117
- ...
- 142