Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hádegisfundur fimmtudaginn kl 11.30

07.04.2015Fimmtudaginn 9. apríl býður ÍSÍ til hádegisfundar þar sem kynntar verða niðurstöður tveggja meistaraverkefna frá Háskóla Íslands. Fundurinn verður haldinn í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.11:30. Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari og MSc í íþróttafræði mun kynna niðurstöður meistaraverkefnis síns þar sem hún skoðaði íþróttameiðsli ungmenna, algengi og brottfall vegna meiðsla. Þá mun Hafdís Inga Hinriksdóttir félagsráðgjafi og meistaranemi fjalla um meistaraverkefni sitt en þar skoðaði hún upplifun foreldra afreksbarna á ofbeldi í íþróttum. Skráning er á skraning@isi.is og er aðgangur ókeypis.
Til baka