Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vladimir Salnikov verður eftirlitsmaður á sundkeppni Smáþjóðaleikanna í júní

01.04.2015

Eitt af stór­menn­um sund­sög­unn­ar, Rúss­inn Vla­dimir Salni­kov, verður eft­ir­litsmaður á sund­keppni Smáþjóðal­eik­anna sem fram fara hér á landi í byrj­un júní. Salni­kov, sem synti 800 m skriðsund sund fyrsta manna á skemmri tíma en átta mín­út­ur og 1.500 m skriðsund und­ir 15 mín­út­um sit­ur í tækn­i­nefnd Sund­sam­bands Evr­ópu. 

Salni­kov, vakti fyrst alþjóðleg at­hygli þegar hann sló Evr­ópu­metið í 1.500 m skriðsundi, á Ólymp­íu­leik­un­um í Montreal 1976. Hann varð Evr­ópu­meist­ari í 400, 800 og 1.500 m skriðsundi á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu árið eft­ir. Á næstu fimm árum var hann ósigrandi í 800 og 1.500 m skriðsundi og vann til gull­verðlauna á Ólymp­íu­leik­um, heims- og Evr­ópu­meist­ara­mót­um. 

Salni­kov rauf 15 mín­útna múr­inn í 1.500 m skriðsundi  á Ólymp­íu­leik­un­um í Moskvu 1980, 14.58,27 mín­út­um. Hann bætti eigið heims­met tveim­ur árum síðar er hann synti vega­lengd­ina á 14.54,76. Metið stóð í níu ár. 

Salni­kov fékk sér­staka und­anþágu til þess að vera í ólymp­íuliði Sov­ét­manna 1988 og blés á all­ar hrak­spár um að hann væri orðinn of gam­all til þess að blanda sér í keppni þeirra bestu með því að vinna gull­verðlaun­in í 1.500 m skriðsundi. Síðar sagðist hann ekk­ert muna eft­ir síðustu 20-30 metr­um sunds­ins svo úr­vinda var hann. Hann var þá 28 ára gam­all. 

ruv.is og mbl.is segja frá

Til baka