Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þrjú met á öðrum degi ÍM50

11.04.2015Öðrum degi er nú lokið á ÍM50 í Laugardalslaug.

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hóf úrslitahlutann af krafti og bætti eigið Íslandsmet í greininni er hún sigraði á tímanum 1:00,89. Gamla metið var ársgamalt, 1:01,08.
Brynjólfur bætti svo þriðja drengjametið sitt á mótinu en hann synti 100m baksund á 1:02,84. Metið átti hann sjálfur en það var 1:03,17 frá því í febrúar.
Þá setti Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, ÍRB stúlknamet í 1500m skriðsundi þegar hún synti á 17:34,44. Gamla metið átti Sunneva Dögg Friðriksdóttir, einnig úr ÍRB, 17:37,37 – sett í fyrra. Eydís sigraði í sundinu en Sunneva hafnaði í öðru sæti.

Þriðji og síðasti dagur hefst í fyrramálið með undanrásum kl. 10 og úrslitin hefjast svo klukkutíma fyrr en venjulega, kl. 16:30.

http://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/12528/live/index.html
Til baka