Beint á efnisyfirlit síðunnar

Boðsundskeppni Grunnskólanna þriðjudaginn 21. apríl

20.04.2015Það hafa yfir 20 skólar skráð sig til keppni í Boðsundskeppni Grunnskólanna sem fer fram á morgun í Ásvallalaug, eða 40 sveitir en það eru 10 sveitum fleiri en í fyrra, sem er mikið gleðiefni.
Við ætlum að hefja upphitun kl 12.45 en mótið sjálft hefst kl 13.15.

Keppnin sjálf er útsláttar keppni:

· Við byrjum á yngra liðinu 5. – 7 bekk, allir keppendur
· Síðan er það eldra liðið 8. – 10 bekkur, allir keppendur
· 12 bestu liðin fara áfram í 5. -7 bekk
· 12 bestu liðin fara áfram í 8. – 10 bekk
· Síðan 6 bestu liðin áfram í 5. – 7 bekk
· Síðan 6 bestu liðin áfram í 8. – 10 bekk
· Að lokum 3 bestu liðin fara í úrslit í báðum flokkum.

Við áætlum að þessu verði lokið kl 15.30 !

Allir þátttakendur fá þátttökuverðlaun, efstu þrjú liðin fá verðlaunapening og sigurliðið fær bikar.

Til baka