Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dómaranefnd SSÍ

Nefndina skipa eftirtaldir aðilar


 • Viktoría Gísladóttir - formaður
 • Ingibjörg Ýr Pálmadóttir 
 • Björn Valdimarsson
 • Bryndís Sigurðardóttir
 • Lárus Lúðvík Hilmarsson
 • Sigurður Óli Guðmundsson
 • Sigurþór Sævarsson
 • Hilmar Örn Jónasson - fulltrúi stjórnar
E-mail: domaranefnd@iceswim.is

DÓMARANEFND SSÍ

 

Almennt um störf og starfshætti nefnda SSÍ

Allar nefndir eru skipaðar af stjórn SSÍ og þær starfa á ábyrgð stjórnar og stjórn skipar einnig formann nefndar sérstaklega, nema Íþróttamannanefndin er kosin sérstaklega af sundfólki. A.m.k. einn stjórnarmaður eða starfsmaður SSÍ er í hverri nefnd sem fulltrúi stjórnar. Fulltrúi stjórnar getur fylgt málum frá nefnd eftir á stjórnarfundi og einnig að bera upplýsingar frá stjórn til nefndar eftir því sem við á. Fulltrúar stjórnar geta verið fleiri en einn, ef t.a.m. málefni skarast eða eru mjög viðamikil. Hlutverk nefnda er að halda utan um afmarkaða þætti í starfssemi SSÍ og hafa faglega umsjón með þeim þáttum fyrir hönd stjórnar. Ákvarðanir nefnda eru tillögur til stjórnar sem þarf að samþykkja þar til þess að þær öðlist gildi. Það er í flestum tilfellum gert með staðfestingu á fundargerð nefndarinnar, en stundum með sérstakri samþykkt í stjórn. Nefndir SSÍ hafa ekki sjálfstæðan fjárhag og öll útgjöld verður að bera undir framkvæmdastjóra SSÍ áður en til þeirra er stofnað. Allar nefndir eiga að skila fundargerð til stjórnar SSÍ.

Leiðbeiningar um færslu fundargerða nefnda SSÍ.

a) Bóka efni máls

b) Bóka niðurstöðu máls

c) Bóka ef einhver nefndarmaður fær verkefni til að leysa

d) Umræður alla jafnan ekki bókaðar

e) Ef nefnd þarf af einhverjum ástæðum að koma frekari upplýsingum til stjórnar SSÍ, er hægt að senda fylgiblað með sem ekki verður birt, eða fulltrúi stjórnar í nefndinni fylgir málinu eftir á stjórnarfundi.

Stjórn SSÍ skipar nýja fulltrúa í nefndir í stað þeirra sem forfallast eða hætta störfum á starfstímabilinu. Stjórn SSÍ skilgreinir hlutverk, starfssvið og umboð starfsnefnda með sérstakri samþykkt stjórnar SSÍ á hverjum tíma. Nefndir SSÍ vinna á ábyrgð stjórnar á hverjum tíma og eru skipaðar af stjórn SSÍ á fyrsta reglulega fundi hennar eftir sundþing.


Hlutverk og verkefni Dómaranefndar

Það er á ábyrgð nefndarinnar að skipuleggja dómgæslu á mótum SSÍ og ber henni að tilnefna yfirdómara á þau mót. Nefndin skal skipuleggja og halda námskeið fyrir dómara með reglubundnu millibili. Nefndin sendir stjórn SSÍ áætlun fyrir næsta sundtímabil um dómaranámskeið og endurmenntunarnámskeið eftir sinn fyrsta fund. Nefndin heldur skrá yfir þá sem hafa virka reynslu sem ræsar og fullgild réttindi sem dómarar og yfirdómarar og nefndin staðfestir ný áunnin réttindi í umboði stjórnar SSÍ.

Nefndinni ber að vera stjórn SSÍ til ráðgjafar um samræmda túlkun reglna um sundíþróttina og sér um að kynna þær og endurnýja í samræmi við breytingar á alþjóðlegum reglum. Verkefni nefndarinnar í hnotskurn eru:

 • að útnefna yfirdómara og ræsa á mót SSÍ sem og á alþjóðleg mót sem haldin eru í umboði SSÍ og gæta að aðrar stöður dómara séu mannaðar
 • að skipuleggja þjálfunar- og endurmenntunarverkefni fyrir dómaranema, almenna dómara og yfirdómara og stuðla að nægilegri þátttöku í þeim
 • að beita sér fyrir að þýðingum á alþjóðlegum reglum verði viðhaldið og kynna breytingar á gildandi sundreglum eða sérstökum ákvæðum sem sett eru þegar það á við
 • að búa til og viðhalda kynningar- og kennsluefni fyrir dómara
 • að halda skrá yfir starfandi dómara
 • að senda nafnalista yfir yfirdómara, almenna dómara og dómaranema til stjórnar SSÍ til staðfestingar
 • að stuðla að þátttöku íslenskra dómara á mótum erlendis
 • að fylgja eftir reglum SSÍ um skil gagna frá sundmótum félaga
 • að sjá til þess viðurkenndir dómarar séu til staðar í öllum sundíþróttagreinum sem falla undir SSÍ
Nefndin skal koma saman að minnsta kosti einu sinni í mánuði, en að öðru leyti hittist nefndin eftir þörfum. Nefndin sendir stjórn SSÍ fundargerðir um fundi sína og í lok árs skilar nefndin skýrslu um starf sitt til stjórnar SSÍ.  Fundargerðir nefndarinnar eru birtar á heimasíðu SSÍ þegar stjórn SSÍ hefur staðfest þær.