Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

                   

 

Sundsamband Íslands keyrir öll sín mót á SPLASH forritinu sem hannað er af Christian Kaufmann.

Kaufmann bíður upp á tvennskonar forrit. Annars vegar Splash Team Manager, sem heldur utan um gagnagrunn yfir sundmenn, sundmót og úrslit. Hins vegar Splash Meet Manager, sem notað er þegar mót eru uppsett og keyrð.

Sundsamband Íslands notast einvörðungu við Splash forritin í dag og ætlast til að sundfélög innan hreyfingarinnar noti ekki önnur forrit. 

Aðildarfélög SSÍ njóta afsláttarkjara af Splash vilji þau kaupa leyfi fyrir forritin en pöntunin þarf alltaf að fara í gegnum skrifstofu SSÍ. 

Gagnagrunni sundfólks og sundmóta í Evrópu, www.swimrankings.net, er haldið úti af sömu einstaklingum og Splash, í samstarfi við LEN, Evrópska Sundsambandið.

 

 Tæknileg aðstoð, pöntun og almenn hjálp við notkun Splashforrita

 Aðstoð og upplýsingar um tilboðsverð og pöntun á forritunum er veitt af Emil Erni Harðarsyni, mótastjóra SSÍ. Emil er tengiliður íslensku sundhreyfingarinnar við Christian Kaufmann, eiganda Splash í Sviss og áframsendir fyrirspurnir frá íslenskum notendum til hans.

Verið óhrædd við að hafa samband við hann ef ykkur vantar hjálp.

Emil Örn
emil@iceswim.is
s: 659-1300 / 663-0423

www.swimrankings.net

Splash Meet Manager

Splash Team Manager