Beint á efnisyfirlit síðunnar

    

            

                                                                                    Stefna SSÍ – Horft til framtíðar

 

Vel hefur verið hlúið að afreksfólkinu okkar undanfarin ár en betur má ef duga skal. Sundíþróttin hefur í áratugi átt fólk á stærstu mótum heims þar með talið Evrópumeistaramótum, Heimseistaramótium og Ólympíuleikum. Það er skemmst að minnast þess að á síðustu Ólympíuleikum var helmingur keppenda Íslands sundfólk.

Við í sundhreyfingunni verðum að styðja vel við þetta afreksfólk okkar ásamt þeim sem næstir koma. Stóra verkefnið okkar á komandi árum er uppbygging í yngri hópum og uppbygginging félaga út um land. Þá er nauðsynlegt að ná tengslum við sveitarfélög sem bera ábyrgð á uppbyggingu mannvirkja því annars er hætt við að við drögumst aftur úr í þróun sem er mjög hröð í sundheiminum. Uppbygging garpasunds, víðavatnssund og sundknattleiks er líka mikilvægur, því þaðan er líklegt að við njótum stuðnings inn í keppnissundið.

Að stunda sundíþróttir til keppni er mjög agaður lífstíll sem krefst mikillar sjálfstjórnar, andlegrar og líkamlegrar uppbyggingar og síðast en ekki síst ákvörðunar um að leggja sig fram og ná árangri. Þeir sem stunda sundíþróttir til keppni þurfa einnig á góðum og staðföstum stuðningi að halda.
Svo eru þeir sem stunda sundíþróttir sér til ánægju og yndisauka. Það er ekki síður lífsstíll sem er til eftirbreytni. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir SSÍ að eiga sér stefnu í öllum sundíþróttum og sérstaklega iðkun almennings.


Afreksstefna SSÍ er í raun “lifandi” skjal og tekur breytingum í takt við þróun íþróttarinnar og stefnu SSÍ hverju sinni.


Með kveðju
Stjórn SSÍ

Hér fyrir neðan getur þú nálgast stefnuskjalið á pdf formi.


Stefna_SSÍ_e_sundþing_2017- 2028_ sundþing 2023.pdf