Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nefndir SSÍ

Hlutverk starfsnefnda SSÍ

Stjórn SSÍ kallar eftir tilnefningum fulltrúa til starfa í nefndum á vegum SSÍ, frá kjörnefnd amk mánuði fyrir sundþing. Að auki skal stjórn SSÍ tilnefna formenn nefnda og sérstaka fulltrúa stjórnar í nefndir á fyrsta fundi sínum eftir sundþing. 

Starfsnefndir starfa í umboði stjórnar SSÍ í samræmi við lög og aðrar samþykktir Sundsambands Íslands og skal starfsmaður SSÍ eða einn stjórnarmaður yfirleitt taka sæti í hverri nefnd. Stjórn skipar einnig formenn nefnda og skulu starfsmenn SSÍ eða stjórnarmenn ekki gegna formennsku í starfsnefndum sambandsins nema sérstaklega standi á. Stjórn er heimilt að skipa nýja fulltrúa í nefndir í stað þeirra sem forfallast eða hætta störfum á starfstímabili. 

Hlutverk, starfssvið og umboð starfsnefnda skal skilgreint með sérstakri samþykkt. Stjórn SSÍ ber ábyrgð á starfi fastanefnda og skal setja nefndunum erindibréf.

Í samræmi við gildandi lög og samþykktir sundþings og stjórnar SSÍ starfa eftirtaldar nefndir:

Afmælisnefnd

Aga og siðanefnd 

Dómaranefnd

Fræðslu- og kynningarnefnd

Íþróttamannanefnd

Kjörnefnd

Landsliðsnefnd

Mannvirkjanefnd

Móta- og tækninefnd

Sundknattleiksnefnd

Þjálfaranefnd