Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

13.06.2014

Hrafnhildur með Íslandsmet - Leiðrétt

Nú rétt í þessu setti Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH Íslandsmet í 100m bringusundi þegar hún bætti eigið met þegar hún synti á tímanum 1.08,57 á 51. "Seven Hill" mótinu í Róm. Leiðrétt: Gamla metið var 1.08,62 sem hún setti á ÍM50 í apríl. Vel gert hjá Hrafnhildi sem á eftir að synda 50m og 200m bringusund á næstu dögum og verður spennandi að fylgjast með hvort hún bæti sig enn frekar.
Nánar ...
11.06.2014

AMÍ 2014 - Skrúðganga kl. 20 á fimmtudag

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi, AMÍ, hefst næsta föstudagsmorgun í Vatnaveröld í Reykjanesbæ og eru sundmenn yngri kynslóðarinnar nú að leggja lokahönd á æfingar fyrir mótið. AMÍ 2014 er stigamót félagsliða og þegar mótinu lýkur á sunnudaginn verður stigahæsta liðið krýnt Aldursflokkameistari Íslands á lokahófi í Stapanum í Reykjanesbæ. Einnig verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu keppendur í flokkum piltna, stúlkna, drengja, telpna, sveina og meyja.
Nánar ...
28.05.2014

Örítil breyting á UMÍ

Stjórn SSÍ samþykkti á fundi sínum 21. maí sl að drengir og telpur (13-14 ára) sem keppa á AMÍ hafi jafnframt keppnisrétt á UMÍ.
Nánar ...
24.05.2014

Lillan Madsen virtur fyrirlesari í Danmörku

Hér á landi er kona frá Kaupmannahafnarháskóla, sem hefur sérhæft sig í kennslu og þjálfun sundfólks og þjálfara unanfarin 30 ár og er með miklar hugmyndir um bætta kennslu og kennsluaðferðir. Hún verður með smá sýnikennslu á börnum og kannski fullorðnum líka (megið taka sundföt með)og spjalla létt um þessi hugarefni sín sem fjalla mest um jafnvægi í vatni, öndun og mikilvægi réttrar öndunarkennslu ofl. Ofl. Þetta er áætlað í Breiðagerði laug og skóla þriðjudaginn 27. Maí nk. kl. 14:00 – 15:30 ca. Kíkið á auglýsinguna í viðhenginu. Þetta verður örugglega áhugaverður tími.
Nánar ...
18.05.2014

Ægirngar Íslandsmeistarar 2014

Ægiringar unnu í dag síðasta leikinn í úrslitum Íslandsmótsins í Sundknattleik. Liðið hafði unnið fyrri leikina tvo einnig og hafði því tryggt sér titilinn strax í gær. Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi og fyrsti maður á lista Dögunnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar afhenti liðinu sigurlaunin.
Nánar ...
17.05.2014

Sundknattleikur, úrslitakeppni og kennsla

Í dag fór fram annar leikur í úrslitakeppninni Íslandsmótsins í sundknattleik. Liðin tvö sem æfa og keppa á Íslandi, Ægir og SH hafa spilað nokkra leiki í vetur og SH varð bikarmeistari fyrr á tímabilinu. Leikurinn í dag fór 8-7 fyrir Ægi í spennandi og jöfnum leik. Fyrsti leikurinn í gærkvöldi fór 6-3 fyrir Ægi. Þriðji leikurinn verður síðan spilaður á morgun kl. 14:30. Allir leikirnir fara fram í Laugardalslaug. Þá var í dag strax að loknum leik fræðsla fyrir þá sem hafa áhuga á sundknattleik. Til landsins komu þrír verulega reyndir dómarar frá Bretlandi og þau stóðu fyrir þéttum og góðum fræðslufundi.
Nánar ...
16.05.2014

Íslandsmót í Sundknattleik og dómaranámskeið 16.- 18 maí Íslandsmeistarmót í Sundknattleik fer fram um helgina í Laugardalslaug.

Íslandsmeistarmót í Sundknattleik fer fram um helgina í Laugardalslaug. Fyrsti leikur fer fram föstudagskvöldið 16.maí kl 20.30. Á laugardag og sunnudag hefjast leikirnir kl 14.30. KL 16.00 á laugardaginn verða tveir erlendir dómarar með dómarnámskeið í Sundknattleik í Pálsstofu í Laugardalslaug. Sýnt verður beint á sport tv.
Nánar ...
10.05.2014

Ísland tekur við forsæti í Norræna sundsambandinu (NSF)

Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, tók í dag við forsæti í Norræna sundsambandinu. Embættið fylgir formennsku í SSÍ og Ísland mun vera í forsæti til ársins 2018. Hörður hefur verið í stjórn NSF frá árinu 2005. Megin markmið NSF er að styrkja og byggja upp sundíþróttir meðal þátttökuríkjanna, auka samvinnu þeirra og vera í forystu gagnvart örðu alþjóðlegu starfi í sundíþróttum.
Nánar ...
05.05.2014

SH Íslandsmeistarar garpa

IMOC, Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi, var haldið 2.-3. maí 2014 í Sundlaug Kópavogs í samvinnu við Sunddeild Breiðabliks. Keppendur voru um 150 talsins og hafa aldrei verið fleiri. SSÍ þakkar Sunddeild Breiðabliks kærlega fyrir gott samstarf og vel útfært mót. Úrslit mótsins má sjá hér.
Nánar ...
30.04.2014

Þrjú dómaranámskeið á næstunni

Þrjú dómaranámskeið verða í boði nú í maí á Akureyri, í Reykjanesbæ og í Kópavogi. Á Akureyri er námskeiðið haldið í VMA, fimmtudaginn 8. maí kl. 17-21. Kennari verður Gunnar Viðar Eiríksson. Skráning er í netfang karen@vma.is eða lisabj@simnet.is. Verklegi hlutinn fer fram á Lionsmóti Ránar á Dalvík 10. maí. í Reykjanesbæ fer námskeið fram fimmtudagskvöldið 8
Nánar ...
29.04.2014

IMOC hefst á föstudaginn

IMOC 2014, Opna Íslandsmótið í Garpasundi, verður haldið í Kópavogslauginni næstu helgi í samstarfi við Breiðablik. Keppt verður í sex brauta innilauginni og eru um 140 keppendur skráðir til leiks. Mótið hefst seinni partinn á föstudag og er í þremur hlutum. Eftir síðasta hlutann á laugardaginn heldur Breiðablik veglegt lokahóf handa keppendum, starfsfólki og aðstandendum.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum