Eygló Ósk 34. í 200 metra skriðsundi
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í 34. sæti af 45 keppendum þegar hún kom í mark í 200 metra skriðsundi á tímanum 2:04,66. Íslandsmetið hennar í greininni er 2:02,44 frá því á Smáþjóðaleikunum.
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í 34. sæti af 45 keppendum þegar hún kom í mark í 200 metra skriðsundi á tímanum 2:04,66. Íslandsmetið hennar í greininni er 2:02,44 frá því á Smáþjóðaleikunum.
Þá hafa Íslendingarnir lokið við keppni dagsins. Hrafnhildur og Eygló geta báðar unað vel við sinn árangur í dag, þó ný met hafi ekki litið dagsins ljós að þessu sinni. Þeim leið vel í lauginni og syntu vel.
Á morgun keppa þau Eygló Ósk í 200 metra skriðsundi og Anton Sveinn í 800 metra skriðsundi. Íslandsmetin í þessum greinum eru bæði frá þessu ári, Eygló setti met í 200 metra skriðsundi á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í júní og Anton Sveinn setti met í 800 metra skriðsundi með millitíma þegar hann synti 1500 metra skriðsund á ÍM50 í apríl sl.
Hrafnhildur varð 30. þegar hún lauk keppni í 100 metra bringusundi nú í morgun. Tíminn hennar var 1:09,75. Íslandsmetið hennar er 1:09,48 frá því í apríl síðasliðnum.
Hrafnhildur var skráð með 32. besta tímann í upphafi keppni.
Meilutyte stúlkan frá Litháen, sem kom öllum á óvart á ÓL í London, setti mótsmet í síðasta riðlinum þegar hún synti á 1:04,52, en hún var fyrirfram skráð með besta tímann í greininni.
Síðasti tími inn í undanúrslit var 1:08,36.
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð 20. í 100 metra baksundi á HM50 í Barcelona en var skráð inn í keppnina með 22 besta tímann. Hún synti á tímanum 1:01,74, en síðasti tíminn inn í undanúrslit var 1:01,25. Íslandsmet Eyglóar í greininni er 1:01,08.
Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru nú að búa sig undir keppni dagsins. Eygló er að fara í 100 metra baksund og Hrafnhildur í 100 metra bringusund. Þær eru í góðum gír eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Íslandsmetin í greinunum eru: 100m baksund 1:01,08 sem Eygló á sjálf frá því á þessu ári og 100m bringusund 1:09,48 sem Hrafnhildur á frá því á ÍM50 á þessu ári
Íslensku keppendurnir sem keppa á HM50 komu til Barcelona í gær frá Canet þar sem þau voru í æfingabúðum, ásamt Jacky Pellerin landsliðsþjálfara og Unni Sædísi Jónsdóttur sjúkraþjálfara. Jacky og Unnur verða hér með sundfólkinu ásamt Herði Oddfríðarsyni formanni SSÍ.
Keppnin hefst á morgun og síðar í dag munum við birta úttekt á þáttöku Íslands í mótinu.
Myndirnar sýna Jacky og Unni standa upp á verðlaunapallinum fyrir ofan laugina í Barcelona en hin myndin sýnir íslensku keppendurna á mótinu.
Dr. Julio Maglione var endurkjörinn forseti FINA á ársþingi FINA sem lauk í hádeginu í dag. Hann var einn í framboði og það sama má segja um alla aðra sem voru í kjöri til stjórnar FINA. Í fyrsta skipti í mörg ár er enginn frá norðurlöndunum í stjórn FINA og óvíst með hversu marga norræna blokkin fær í starfsnefndir FINA á þessu kjörtímabili.
Á þinginu voru uppfærðar og gerðar minniháttar breytingar og orðalagsbreytingar á lögum FINA (Constitution og General Rules), auk þess sem mannvirkja- og tækjareglur (Facilities Rules) FINA voru lagaðar til.
Einstaka breytingar voru þau veigameiri en aðrar td að kynblönduð boðsund eru nú orðin fastur liður á HM25 og HM50, en tillaga um að skylda FINA til að hafa "underwater" myndavél til að aðstoða dómara á ÓL og HM var felld. Þá var gerð sú breyting á mannvirkjareglum að laugar eru nú mældar með nákvæmni upp á 1/1000 úr metra.
Mesta breytingin er samt sú að nú má hafa sérstakar startblokkir fyrir baksundsfólk. Töluverð umræða varð um þetta atriði.
Þetta þing FINA var frekar rólegt og nokkur sátt virðist ríkja innan allra heimsálfanna nema Evrópu.
Íslandsmótið í Víðavatnssundi 2013 fór fram síðastliðinn fimmtudag í Nauthólsvík. Fjörtíu og fjórir keppendur luku keppni í karla og kvennaflokkum og 1km og 3km vegalengdum. Heildarúrslit mótsins má sjá með því að smell...........