Mánaðarleg skýrsla forseta LEN
Eins og venjulega sendir forseti Len frá sér mánaðarlega skýrslu. Hana má finna hér fyrir innan
Eins og venjulega sendir forseti Len frá sér mánaðarlega skýrslu. Hana má finna hér fyrir innan
Heimsmeistaramót FINA í sundíþróttum stóð frá 19. júlí til 4. ágúst 2013 í Barcelona á Spáni. Þar var keppt í dýfingum, bæði hefðbundnum af 1, 3 og 10 metra háum pöllum í karla og kvennaflokkum og “high diving” í kvennaflokki af 20 metra háum palli og í karla flokki 27 metra háum, samhæfðri sundfimi (sóló, tvíkeppni og liðakeppni kvenna), víðavatnssundi í karla og kvennaflokkum í 5, 10 og 25 kílómetra vegalengdum og 5 kílómetra liðakeppni/boðsundi, sundknattleik karla og kvenna og keppnissundi í hefðbundnum greinum karla og kvenna. Á næsta HM sem verður í Kazan í Rússlandi árið 2015 bætist garpakeppni beggja kynja við mótið auk þess sem kynblönduðum boðsundum verður bætt í sundkeppnina. Það er því ljóst að HM 2015 verður töluvert umfangsmeira en mótið í Barcelona. Þá er einnig ljóst, m/v niðurstöður á þessu móti, að við getum vel sent keppendur í víðavatnssundi og garpasundi á HM 2015. Ekki er ástæða til annars en að skoða þá möguleika mjög vel.
Anton Sveinn Mckee lauk 400 metra fjórsundi í 26. sæti af 39 keppendum, en hann var fyrirfram skráður með 28. besta tímann. Tími Antons var hans annar besti í greininni, 4:23,99 aðeins 0,32 sekúndum frá Íslandsmetinu hans sem er 4:23,64, sett á ÍM50 árið 2012. Anton var einbeittur og í góðu formi í sundinu, synti sitt sund og virkaði hraður.
Anton sagði eftir sundið að það hefði verið markmiðið að bæta sig og bað fyrir kveðjur heim um leið og hann stakk sér í laugina til að synda niður.
Þar með hafa Íslendingar lokið þátttöku sinni á HM50 2013. Árangurinn var vel viðunandi, en nánari samantekt um Íslendingana á HM verður að öllum líkindum sett inn hér síðar í dag.
Í dag er síðasti keppnisdagurinn á HM50 hér í Barcelona. Anton Sveinn McKee hóf mótið fyrir Íslands hönd og hann fær þann heiður að ljúka því einnig. Hann mun keppa í 400 metra fjórsundi nú á eftir sem er fyrsta grein dagsins. Hann syndir í öðrum riðli og hefst sundið hans uþb kl. 08:04 að íslenskum tíma. Anton Sveinn er skráður á 28 besta tíma af 40 keppendum, en hann á Íslandsmetið sjálfur í greininni, 4:23,64 sem hann setti á ÍM50 2012.
Hrafnhildur Lúthersdóttir setti Íslandsmet og náði 13. sætinu í milliriðlum í 50 metra bringusundi hér á HM í Barcelona. Hún synti á 31,37 sem er 13/100 betri tími en Íslandsmetið hennar í morgun.
Fyrir sundið var hún afslöppuð en einbeitt og hún synti þessa 50 metra með ákveðnum sundtökum, lá hátt í sundinu og náði að halda hraðanum alla leið. Fínt sund hjá Hrafnhildi sem hefur þar með.............
Jacky Pellerin landliðsþjálfari er mjög ánægður með árangur morgunsins, eftir að Ingibjörg Kristín bætti sig verulega í 50 metra skriðsundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet og keppir aftur í milliriðlum síðar í dag.
"Happy" sagði hann aðspurður........
Hrafnhildur Lúthersdóttir gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í 50 metra bringusundi núna hér í Barcelona á Spáni. Hún synti á 31,50 sekúndum sem er sekúndu betri tími en hún var skráð inn á og 35/100 betri en Íslandsmetið hennar frá því í fyrra. Hrafnhildur lenti í 16 sæti......
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti 50 metra skriðsund á 25,88 sekúndum hér í Barcelona nú rétt í þessu. Ingibjörg bætti tímann........
Jacky Pellerin landsliðsþjálfari er að mestu sáttur við árangur íslenska liðsins hér á HM50. Í lok sjötta dags mótsins settist hann niður og gerði upp mótið fram að þessu, horfði til framtíðar og sagði örlítið frá sjálfum sér. Samtalið við hann......
Eygló Ósk var hársbreidd frá því að synda sig beint inn í undanúrslit í 200 metra baksundi þegar hún synti greinina á 2:12,14. Að sögn Jacky Pellerin synti Eygló mjög vel en of hægt. Ennþá er óvíst hvort Eygló kemst í undanúrslitin, það kemur í ljós innan stundar hvort einhver af sundkonunum í sætum 1-16 skráir sig úr greininni.
Eygló var að vonum svekkt yfir niðurstöðunni, en lýsti sundinu á svipaðan hátt og Jacky, hún hafi byrjað of hægt og ekki náð að setja kraft í síðari 100 metrana.
"Mér líður vel í vatninu hér og held að ég sé í góðu formi" sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir þegar hún lauk upphitun fyrir 200 metra baksund hér á sjötta keppnisdeginum á HM í Barcelona. Hún á sjálf Íslandsmetið í greininni, en það er 2:10,38 en hún setti það þegar hún náði lágmarkinu á ÓL á ÍM í fyrra. Við óskum henni auðvitað alls hins besta, en Eygló er skráð inn með 16 besta tíma af 37 og syndi í síðasta riðli á 7 braut.