Fréttalisti
Jacky er að mestu sáttur með árangurinn
Jacky Pellerin landsliðsþjálfari er að mestu sáttur við árangur íslenska liðsins hér á HM50. Í lok sjötta dags mótsins settist hann niður og gerði upp mótið fram að þessu, horfði til framtíðar og sagði örlítið frá sjálfum sér. Samtalið við hann......Eygló Ósk varð í 17 sæti
Eygló Ósk var hársbreidd frá því að synda sig beint inn í undanúrslit í 200 metra baksundi þegar hún synti greinina á 2:12,14. Að sögn Jacky Pellerin synti Eygló mjög vel en of hægt. Ennþá er óvíst hvort Eygló kemst í undanúrslitin, það kemur í ljós innan stundar hvort einhver af sundkonunum í sætum 1-16 skráir sig úr greininni.
Eygló var að vonum svekkt yfir niðurstöðunni, en lýsti sundinu á svipaðan hátt og Jacky, hún hafi byrjað of hægt og ekki náð að setja kraft í síðari 100 metrana. "Mér líður vel í vatninu..."
"Mér líður vel í vatninu hér og held að ég sé í góðu formi" sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir þegar hún lauk upphitun fyrir 200 metra baksund hér á sjötta keppnisdeginum á HM í Barcelona. Hún á sjálf Íslandsmetið í greininni, en það er 2:10,38 en hún setti það þegar hún náði lágmarkinu á ÓL á ÍM í fyrra. Við óskum henni auðvitað alls hins besta, en Eygló er skráð inn með 16 besta tíma af 37 og syndi í síðasta riðli á 7 braut.Hrafnhildur ánægð með 15 sætið
Hrafnhildur Lúthersdóttir var nokkuð brött eftir að hafa náð 15 sæti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á HM á Spáni nú í kvöld. Hún synti greinina á 2:29,30 sem er 1,18 sekúndum lakari tími, en dugði samt til að hækka á listanum.
Hrafnhildur synti sitt sund, hefði auðvitað gjarnan vilja bæta sig en brosti út í bæði þegar hún áttaði sig á því að hún hafði hækkað sig um sæti.
Jacky var ánægður með hana, sagði að hún hefði haldið einbeitingu út sundið.
Í sama riðli og Hrafnhildur synti í synti líka danska stúlkan Rikke Möller Pedersen og hún gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet í greininni þegar hún synti á 2:19,11 en gamla heimsmetið átti Rebecca Sony 2:19,59 sett á ÓL í fyrra. Þetta met Rikke er að sjálfssögðu einnig mótsmet, Evrópumet, norðurlandamet og þar með danskt met. Þeir dönsuðu líka skemmtilega á pöllunum danirnir sem voru þar.Anton varð 29 í 200 metra bringusundi
Nú er orðið ljóst að Anton Sveinn McKee varð 29 í 200 metra bringusundi á HM50 hér á Spáni. 43 keppendur voru í greininni og var Anton skráður með 40 besta tímann í upphafi. Hann bætti tímann sinn í greininni um 1,85 sekúndu fór úr 2:16,97 í 2:15,12.Jacky ánægður eftir undanrásir dagsins
Jacky Pellerin var að vonum sáttur með árangur Íslendingana í morgun.
"Þetta gekk mjög vel hjá okkur í morgun. Hrafnhildur hafði stjórn á sundinu sínu, bætti í þegar þess þurfti og hafði gaman af. Hún hélt löngum kraftmiklum sundtökum allan tímann og tryggði sér sæti í milliriðlum.
Anton Sveinn var einnig mjög einbeittur og honum fer verulega fram í bringusundi. Það skiptir miklu máli ef sundmenn ætla sér að ná langt í fjórsundi."
Síðasta greinin sem Íslendingar taka þátt í er einmitt 400 metra fjórsund karla nk sunnudag, en á morgun syndir Eygló Ósk Gústafsdóttir 200 metra baksund, sem er hennar besta grein. Þær stöllur Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir synda á laugardag 50 metra skriðsund Ingibjörg og 50 metra bringusund Hrafnhildur.Anton bætti sig í 200 metra bringusundi
Anton Sveinn McKee synti einnig 200 metra bringusund núna í morgun. Hann bætti tímann sinn rækilega synti á 2:15,12 en átti 2:16,97 áður. Hann nálgast Íslandsmet Jakobs Jóhanns hægt en nokkuð örugglega.
Anton Sveinn var vígreifur í lok sundsins og sagði að þessi aukagrein hjálpaði honum að búa sig undir 400 metra fjórsund sem fram fer á sunnudag.
Anton var skráður inn með 40 besta tímann af 43, en þegar þetta er skrifað er ekki ljóst í hvaða sæti hann lenti. Allt bendir til þess að hann hafi færst upp listann, þó hann hafi ekki náð inn í milliriðla."...engin leið önnur en upp" Hrafnhildur í milliriðla á HM50
Hrafnhildur Lúthersdóttir synti 200 metra bringusund núna rétt áðan á 2:28,12 og lenti í 16 sæti af 39 keppendum í greininni. Hún var skráð með 18 besta tímann fyrir svo þetta var góð niðurstaða. Íslandsmetið hennar er 2:27,11.
Hrafnhildur syndir því í milliriðlum í kvöld og keppir að því að ná inn í úrslitasundið. Hún var að vonum sátt við niðurstöðuna, "Þegar maður er í 16 sæti er engin leið önnur en upp" sagði hún aðspurð um áætlun fyrir kvöldið.
Hrafnhildur hélt löngum og kraftmiklum tökum allt sundið og bætti í á seinni hlutanum. Við erum því bjartsýn fyrir kvöldið hér í Barcelona."Þetta verður fróðlegt og skemmtilegt"
Þá er fimmti keppnisdagurinn að hefjast hér á HM50 í Barcelona. Veðrið leikur við okkur 24°C hiti örlítill vinndur og heiðskýrt. En veðrið og sólin eru okkur ekki ofarlega í huga, í dag synda þau Hrafnhildur og Anton Sveinn 200 metra bringusund. Hrafnhildur syndir í 3 grein, 4 riðli á 7 braut og er skráð inn á 2:27,11 sem er Íslandsmetið hennar frá því í fyrra. Hún er með 18 besta tímann af 39 keppendum.
Anton Sveinn syndir í 4 grein, 2 riðli á 1 braut. Hann er skráður inn á tímanum 2:16,97 sem er tími frá því á Smáþjóðaleikunum í vor. Anton á 40 besta tímann af 43 keppendum. Íslandsmetið í greininni er 2:12,39 en það á Jakob Jóhann Sveinsson frá því á HM í Róm 2009.
Í samtali sagði Jacky Pellerin landsliðsþjálfari að þessi sund yrðu bæði fróðleg og skemmtileg.Leiðinda misskilningur og mistök
Eins og fram kom í morgun þá náði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 17 sæti í 50 metra baksundi. Finnsk stúlka synti á nákvæmlega sama tíma, þannig að í raun hefði átt að fara fram umsund um hvor þeirra væri fyrr í röðinni ef einhver skráir sig úr undanúrslitum. Fyrir einstaka óheppni heyrði íslenska liðið aldrei tilkynningu um að hafa samband við keppnisstjórn. En það sem verra er að bæði liðstjóri íslenska liðsins og þjálfari liðsins reyndu að eigin frumkvæði að ná sambandi við keppnisstjórnina en var vísað frá af öryggisvörðum. Á meðan var finnski liðsstjórinn að ganga frá því að finnski keppnandi yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Það var svo ekki fyrr eftir að mótshlutanum lauk að í ljós kom hvernig í pottinn var búið. Við höfum því sett fram formlega kvörtun til FINA um framkvæmdina og vonumst til að vinnubrögðin breytist og lagist. Við sitjum uppi með að Ingibjörg á ekki að synda, nema einhver annar keppandi ákveði á síðustu stundu að mæta ekki til keppni. Því miður, en við bítum í skjaldarrendur og höldum áfram á jákvæðum nótum í anda þess sem kemur fram á facebooksíðu Íslenska Landsliðsins í sundi.
"Fjórði keppnisdagurinn og loksins stakk Ingibjörg sér til sunds. Hún synti 50m baksund og fór á 28.62 sem er glæsilegt nýtt Íslandsmet! Hún bætti metið um 37 hundruðustu úr sekúndu sem er töluvert fyrir 50m, og þar sem hún setti hitt metið nú á ÍM50 í apríl (28.99). Endaði hún í 17. sæti af 51 ásamt annarri stelpu frá Finnlandi. Þýðir það að ef einhver skráir sig úr greininni myndi svokallað swim-off fara fram um hvor þeirra ætti að fara í undanúrslit.
Eftir að hafa beðið í þó nokkurn tíma kom í ljós að Ingibjörg átti að synda swim-off en vegna mistaka og misskilnings fékk hún ekki skilaboðin og finnska stelpan fékk að synda í undanúrslitunum.
Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram.
Á morgun eru Hrafnhildur og Anton bæði að keppa í 200m bringusundi."Ingibjörg með nýtt Íslandsmet í 50 metra baksundi
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir setti rétt í þessu nýtt Íslandsmet í 50 metra baksundi á HM50 í Barcelona. Hún synti greinina á 28,62 sekúndum sem er 27/100 bæting frá fyrra meti sem var 28,99 sekúndur. Hún átti það met sjálf, setti það á ÍM50 nú í apríl. Hún lenti í 17 sæti í greininni af 53 keppendum, en 16 hröðustu fara í undanúrslit.
Jacky Pellerin landsliðsþjálfari sagði að sundið hennar hefði verið mjög gott, frábær byrjun og gott úthald. Sjálf var Ingibjörg nokkuð ánægð en fannst hún hafa getað gert betur í endann.
Engu að síður gott sund hjá Ingibjörgu á nýju Íslandsmeti.
Á facebooksíðu SSÍ er hægt að finna stutt viðtal við Ingibjörgu.- Fyrri síða
- 1
- ...
- 131
- 132
- 133
- ...
- 141