Samantekt frá HM í sundíþróttum 2013
Heimsmeistaramót FINA í sundíþróttum stóð frá 19. júlí til 4. ágúst 2013 í Barcelona á Spáni. Þar var keppt í dýfingum, bæði hefðbundnum af 1, 3 og 10 metra háum pöllum í karla og kvennaflokkum og “high diving” í kvennaflokki af 20 metra háum palli og í karla flokki 27 metra háum, samhæfðri sundfimi (sóló, tvíkeppni og liðakeppni kvenna), víðavatnssundi í karla og kvennaflokkum í 5, 10 og 25 kílómetra vegalengdum og 5 kílómetra liðakeppni/boðsundi, sundknattleik karla og kvenna og keppnissundi í hefðbundnum greinum karla og kvenna. Á næsta HM sem verður í Kazan í Rússlandi árið 2015 bætist garpakeppni beggja kynja við mótið auk þess sem kynblönduðum boðsundum verður bætt í sundkeppnina. Það er því ljóst að HM 2015 verður töluvert umfangsmeira en mótið í Barcelona. Þá er einnig ljóst, m/v niðurstöður á þessu móti, að við getum vel sent keppendur í víðavatnssundi og garpasundi á HM 2015. Ekki er ástæða til annars en að skoða þá möguleika mjög vel.




.jpg?proc=100x100)

