Fréttalisti
Færeyjar vs Ísland frestað
Sundsamband Íslands og Sundsamband Færeyja urðu ásátt í dag um að fresta sundkeppninni Færeyjar vs Ísland sem átti að fara fram laugardaginn 5. október 2013, fram á vorið 2014. Þetta er gert að beiðni SSÍ, Keppnin verður þess í stað annaðhvort síðustu helgina í apríl eða fyrstu helgina í maí 2014. Við þökkum þeim sem hafa lagt hönd á plóg við að undirbúa keppnina. Við munum mæta sterk til leiks í vor til Færeyja.Munið Nauthólsvík í dag kl. 13:00
Paolo Frischnecht nýr framkvæmdastjóri LEN
Portúgalinn Paolo Frischnecht hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri LEN. Þetta var tilkynnt á ársþingi LEN nú rétt í þessu. Hann tekur við af Laszlo Szakadati i sem lét af störfum fyrr á þessu ári.
Paolo var formaður portúgalska sundíþróttasambandsins í nokkur ár og hefur setið í stjórn LEN og FINA undanfarin kjörtímabil. Hann er fyrrum sundmaður og þekkir vel til í sundheiminum. SSÍ væntir mikils af samstarfi við Paolo, en við höfum fundið fyrir því hversu mikilvægt er fyrir SSÍ að vera í góðu sambandi við LEN.Eistland orðinn fullgildur meðlimur í NSF
Eistland varð áðan fullgildur meðlimur í NSF, Norræna sundsambandinu. Þetta var samþykkt á aukaþingi NSF í Edinborg í dag. Fram til þessa hefur Eistland verið aukameðlimur í sambandinu, en kemur nú inn með fulla ábyrgð og skyldur. Þá eru NSF löndin orðin 7.Sjósundgarpur ársins 2013 - útgerðirnar keppa á laugardaginn
Sjósundkeppni fer fram í Nauthólsvík laugardaginn 28.9.2013 klukkan eitt. Þar keppa útgerðarfyrirtækin um titilinn „Sjósundgarpur Íslands 2013“. Keppnin er samstarfsverkefni Sundsambands Íslands, Landhelgisgæslunnar og ÍTR.
Keppnin fer þannig fram að keppendur (fulltrúar útgerðarfyrirtækja) stinga sér til sund frá varðskipinu Baldri, sem siglt verður inn í Nauthólsvíkina, og synda í land en endamarkið er á sandströndinni í Nauthólsvík við pottinn. Vegalengdin sem synd er 100 metrar.
Dagskrá:
Kl. 13.00 synda meðlimir Sjór (Sjósund- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur), sem er aðildarfélag að Sundsambandi Íslands, 260 metra vegalengd. Veitt verða verðlaun fyrir skrautlegasta höfuðfatið.
Kl. 14.00 hefst keppni milli útgerðarfélaga þar sem synt verður frá varðskipinu Baldri í land. Sigurvegari er „Sjósundgarpur Íslands 2013“. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fylgja sundmönnum eftir á gúmmíbátum og er kafari tilbúinn til taks.
Kl. 15.00 verður Menntamálaráðherra hent í sjóinn og sýnir áhöfn þyrlunnar nýstárlega björgun þar sem viðkomandi er veiddur upp úr sjónum með þar til gerðu neti.
Markmiðið er að vekja athygli á fjölbreyttu starfi Sundsambands Íslands, öryggi sjómanna og mikilvægi þess að kunna að synda.
En afhverju stendur SSÍ fyrir sjósundkeppni útgerða á laugardaginn? Það er mikilvægt að kynna sund og minna á hversu mikilvægt það er fyrir Íslendinga að kunna að synda og bjarga sér. Að auki SSÍ er að vinna að því að koma upp Lífbjörgunardeild innan sambandsins að Evrópskri fyrirmynd og við erum að gera okkur gildandi í norrænu samstarfi um Lífbjörg og verðum vonandi meðlimir í Evrópusamtökunum um Lífbjörg fyrir árslok. Landhelgisgæslan er að kynna nýjungar í björgun úr sjó og ÍTR er að vekja athygli á frábærri aðstöðu sem rekin er í Nauthólsvík.
Framundan hjá SSÍ er árleg keppni milli Íslands og Færeyja fer fram í Færeyjum laugardaginn 5. október og sömu helgi heldur SSÍ í samvinnu við Sf Ægi Norðurlandameistaramót garpa, í Laugardalslaug.
Undirbúningur fyrir Íslandsmeistaramót, Evrópumeistaramót og Norðurlandameistaramót í stuttu brautinni (25m) í nóvember og desember er á fullu og auðvitað erum við alltaf að búa okkur undir stóru mótin, EM, HM, Smáþjóðaleika og Ólympíuleika.
Í maí tekur Ísland við forsæti í Norræna sundsambandinu (Ísland, Færeyjar, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk) og við höfum í samstarfi við norrænu vini okkar mannað tvær nefndir LEN Evrópska sundsambandsins, sundtækninefndina og garpanefndina.
SSÍ er í stöðugri þróun og undir sambandið heyra eftirtaldar íþróttagreinar: Keppnissund, garpasund, sundknattleikur, víðavatnssund, dýfingar og samhæfð sundfimi þannig að verkefnin eru ærin. Að auki höfum við í samstarfi við HÍ látið útbúa námsefni fyrir þjálfara sem hægt er að sækja á netið. Það þýðir að þjálfari sem ætlar að sækja sér réttindi getur tekið bóklega hluta ÍSÍ og SSÍ á netinu og kemu einungis 2 helgar í verklega kennslu í stað 12 áður.Í upphafi sundárs - Leiðrétt gögn komin á netið
Sunddómarnámskeið í september og október 2013
Umsókn um Þjálfarastyrki ÍSÍ
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Umsóknarfrestur er til 2. október og er upphæð hvers styrkjar 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á vef ÍSÍ á hlekk hér fyrir innan
Formannafundur SSÍ föstudaginn 13. september 2013, lágmörkin komin inn
Viðtal við Helgu og Þórunni í sundþorpinu í Einhoven.
Hér fyrir innan er tengill á facebooksíðu SSÍ, en þar er að finna stutt viðtal við þær vinkonur Helgu Sigurðadóttur og Þórunni Kristínu Guðmundsdóttur, sem samkvæmt okkar bestu vissu eru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á EM garpa.
Það eru margir sem koma að framkvæmd svona móts eins og EM garpa er. Þar á meðal er stór......................Þórunn og Helga á EM garpa ásamt 5100 öðrum
Þórunn Krístín Guðmundsdóttir og Helga Sigurðardóttir úr Sundfélaginu Ægi eru keppendur á Evrópumeistaramóti Garpa sem fram fer í Eindhoven. Þórunn keppti í morgun í 200 metra bringusundi og stóð sig vel að vanda. Helga syndir í eftirmiðdaginn 50 metra skriðsund og ekki við öðru að búast af henni. - Fyrri síða
- 1
- ...
- 131
- 132
- 133
- ...
- 144