Beint á efnisyfirlit síðunnar

Paolo Frischnecht nýr framkvæmdastjóri LEN

28.09.2013Portúgalinn Paolo Frischnecht hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri LEN.  Þetta var tilkynnt á ársþingi LEN nú rétt í þessu.  Hann tekur við af Laszlo Szakadati i sem lét af störfum fyrr á þessu ári.  
Paolo var formaður portúgalska sundíþróttasambandsins í nokkur ár og hefur setið í stjórn LEN og FINA undanfarin kjörtímabil.  Hann er fyrrum sundmaður og þekkir vel til í sundheiminum.  SSÍ væntir mikils af samstarfi við Paolo, en við höfum fundið fyrir því hversu mikilvægt er fyrir SSÍ að vera í góðu sambandi við LEN.

Um leið lætur Paolo af störfum í stjórn LEN, en ekki er ennþá ljóst hver tekur sæti hans þar.

Myndir með frétt

Til baka