Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hópurinn á NM 2019

NM hópurinn ásamt fylgdarfólki. Á myndina vantar þær Ásdísi Evu, Maríu Fanneyju, Sigurjónu og Ragnheiði en þær búa og stunda æfingar erlendis og koma til móts við hópinn úti. 

Norðurlandameistaramótið í sundi 2019 er haldið í Tórshavn í Færeyjum dagana 29. nóvember til 1. desember. Í ár fara 25 keppendur frá Íslandi ásamt 2 þjálfurum og 2 fararstjórum.
Á vinstri hluta síðunnar er hægt að sjá upplýsingar um keppendur.

Hér má sjá hvað íslenska liðið syndir í hverjum hluta.

Þjálfarar eru Kjell Wormdal og Steindór Gunnarsson. Fararstjórar eru Anna Gunnlaugsdóttir og Ragnheiður Runólfsdóttir.

Bein úrslit og dagskrá mótsins

Bein útsending (Youtube)

Upplýsingasíða mótsins á vef Færeyska Sundsambandsins


 

30.11.2019 22:51

Brynjólfur með silfur á NM

Öðrum degi Norðurlandameistaramótsins í Færeyjum er nú lokið. Brynjólfur Óli Karlsson vann til silfurverðlauna í 200m flugsundi og tíu íslenskir sundmenn syntu í úrslitum í kvöld. Úrslit íslensku...
Nánar ...
29.11.2019 13:07

10 Íslendingar í úrslitum á NM í kvöld

Norðurlandameistaramótið í sundi hófst í Færeyjum í morgun. Syntar eru undanrásir að morgni og úrslit seinni partinn. Í úrslitum er keppt í junior og senior flokkum, nema í 50m greinunum en þar er...
Nánar ...
27.11.2019 15:10

NM farar í stuttu æfingastoppi í Köben

NM hópurinn hélt til Færeyja í morgun en flogið var til Kaupmannahafnar áður en hópurinn heldur áfram til Tórshavn nú síðdegis. Krakkarnir náðu að fara aðeins út úr flugstöðinni og að sjálfsögðu...
Nánar ...
10.11.2019 21:57

NM og EM25 hópar tilkynntir

Við lok ÍM25 er hefð fyrir því að tilkynna landsliðshópana fyrir Norðurlandameistaramót og EM / HM 25. Árangurinn í lauginni var gífurlega góður þetta árið og fara eftirfarandi aðilar í verkefni á...
Nánar ...