Beint á efnisyfirlit síðunnar

1 silfur og 2 brons á NM - Ásdís Eva með stúlknamet

01.12.2019

Norðurlandameistaramótinu í Færeyjum lauk nú rétt í þessu en þar hafa 25 Íslendingar keppt yfir helgina.

Helstu úrslit kvöldsins eru þau að Ásdís Eva Ómarsdóttir náði silfri í 50m bringusundi og setti nýtt stúlknamet í leiðinni. Ásdís synti á tímanum 31,99 en gamla metið var 32,34, en það var í eigu Hrafnhildar Lúthersdóttur frá árinu 2008. 

Önnur úrslit kvöldsins:

400m fjórsund junior - Patrik Viggó Vilbergsson í 5. sæti - 4:31,97.

800m skriðsund junior - Freyja Birkisdóttir í 6. sæti - 9:22,38.

800m skriðsund senior - Ragna Sigríður Ragnarsdóttir í 3. sæti - 9:06,13 og Brynhildur Traustadóttir í 4. sæti - 9:09.37.

100m flugsund senior - Katarína Róbertsdóttir í 5. sæti - 1:04,66 og Gunnhildur Björg Baldursdóttir í 6. sæti - 1:06,61.

200m baksund senior - Stefanía Sigurþórsdóttir í 4. sæti - 2:22,15.

100m baksund senior - Brynjólfur Óli Karlsson í 5. sæti - 56,31.

200m bringusund junior - Aron Þór Jónsson í 5. sæti - 2:21,78.

100m skriðsund junior - Kristín Helga Hákonardóttir í 4. sæti - 57,69.

200m skriðsund senior - Kristján Gylfi Þórisson í 6. sæti - 1:57,53.

200m fjórsund senior - María Fanney Kristjánsdóttir í 3. sæti - 2:18,35 og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir í 4. sæti - 2:20,83.

Við áttum einnig sveit í öllum boðsundum kvöldsins:

4x100m skriðsund kvenna junior: Kristín Helga Hákonardóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Sigurjóna Ragnheiðardóttir og Freyja Birkisdóttir í 6. sæti á tímanum 4:01,67.

4x100m skriðsund kvenna senior: Steingerður Hauksdóttir, Katarína Róbertsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir í 6. sæti á tímanum 3:58,86.

4x100m skriðsund karla junior: Patrik Viggó Vilbergsson, Daði Björnsson, Kristófer Atli Andersen og Tómas Magnússon í 6. sæti á tímanum 3:38,83.

4x100m skriðsund karla senior: Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson, Brynjólfur Óli Karlsson, Hafþór Jón Sigurðsson og Kristján Gylfi Þórisson í 5. sæti á tímanum 3:32.10.

8x50m skriðsund í blönduðum flokki: Patrik Viggó, Hólmsteinn Skorri, Daði, Kristófer Atli, Kristín Helga, Steingerður, Katarína og Ásdís Eva í 6. sæti á tímanum 3:26.23.

Margt gott sem hægt er að taka frá helginni, góð sund og eitthvað sem betur mátti fara en allir eiga það sameiginlegt að hafa hlotið mikilvæga reynslu á mótinu. 

Heildarúrslit mótsins

Myndir með frétt

Til baka