Beint á efnisyfirlit síðunnar

Steingerður með brons í 50m baksundi - NM úrslit

29.11.2019

Fyrsta úrslitahluta Norðurlandameistaramótsins lauk nú fyrr í kvöld en þar áttum við 10 fulltrúa ásamt boðsundssveitum.

Árangurinn var með ágætum en fyrst ber að nefna að Steingerður Hauksdóttir úr SH náði bronsi í 50m baksundi á tímanum 28,78. María Fanney og Gunnhildur Björg bættu báðar sinn besta tíma í 200m flugsundi en þær enduðu í fjórða og fimmta sæti í greininni.

Úrslit kvöldsins:

400m skrið junior: Patrik Viggó Vilbergsson 6. sæti. - 3:59,31.

50m bak open: Steingerður Hauksdóttir 3. sæti. - 28,78.

200m bak senior: Brynjólfur Óli Karlsson 5. sæti - 2:03,84 og Kristján Gylfi Þórisson 6. sæti. - 2.08,15.

200m flug senior: María Fanney Kristjánsdóttir 4. sæti, 2:19,30 (bæting) og Gunnhildur Björg Baldursdóttir 5. sæti, 2:21,06 (bæting).

200m bringa junior: Eva Margrét Falsdóttir 4. sæti, 2:37,27 og Sigurjóna Ragnheiðardóttir 6. sæti, 2:42,49.

200m binga senior: Karen Mist Arngeirsdóttir 5. sæti, 2:33,22 og Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir 6. sæti, 2:35,88.

Síðan vorum við með fjórar sveitir í 4x200m skriðsundi.

Senior kk: Brynjólfur Óli Karlsson, Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson, Hafþór Jón Sigurðsson og Kristján Gylfi Þórisson 5. sæti - 7:51,42.

Senior kvk: Ragna Sigríður Ragnarsdóttir, Brynhildur Traustadóttir, María Fanney Kristjánsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir 6. sæti - 8:32,53.

Junior kk: Patrik Viggó Vilbergsson, Kristófer Atli Andersen, Aron Þór Jónsson og Tómas Magnússon 6. sæti - 8:03,77.

Junior kvk: Kristín Helga Hákonardóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Þorgerður Ósk Jónsdóttir og Freyja Birkisdóttir 6. sæti - 8:52,10. 

Mótið heldur svo áfram með undanrásum í fyrramálið en þær hefjast kl. 9:30 í fyrramálið. Keppendalista og öll úrslit má finna hér

Til baka